Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer
Innkominn úrskurður dagsettur 8. júní 2012 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Óskars Sigurðssonar hrl., f.h. íbúa á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 6. desember 2011 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, á Akureyri.
Fram kemur í úrskurðinum að hin kærða deiliskipulagsákvörðun hafi fengið lögformlega rétta málsmeðferð eftir ákvæðum skipulagslaga. Einnig segir í úrskurðinum að ákvæði deiliskipulags um lagningu brautarinnar fari ekki gegn réttmætum væntingum kærenda um þróun samgöngumannvirkja á skipulagssvæðinu.
Úrskurðarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að misræmi sé á milli aðalskipulags og hins kærða deiliskipulags að því leyti að ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
"Ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar frá 6. desember 2011, um að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, er felld úr gildi að því er tekur til svæðisins milli Skógarlundar og Þingvallastrætis. Að öðru leyti skal hin kærða ákvörðun standa óröskuð."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.
Einnig er lagður fram úrskurður dagsettur 8. júní 2012 um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir sömu framkvæmd sem felld er úr gildi vegna ofangreinds úrskurðar um deiliskipulag Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.
Lagt fram til kynningar.
Skipulagsstjóra falið að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi vegna tenginga að lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.