Gata mánans 4 - fyrirspurn um stækkun húss

Málsnúmer 2012030136

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Erindi dagsett 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipafélags Íslands, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fáist til að stækka húsið við Götu mánans 4 um 4 m til norðurs. Næstu nágrannar eru jákvæðir gagnvart umbeðinni breytingu.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Breytingin verði unnin í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 

Skipulagsnefnd - 136. fundur - 25.04.2012

Erindi dagsett. 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs. Næstu nágrannar eru jákvæðir gagnvart umbeðinni breytingu.

Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3320. fundur - 08.05.2012

3. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 25. apríl 2012:
Erindi dags. 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs. Næstu nágrannar eru jákvæðir gagnvart umbeðinni breytingu.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða leggur skipulagsnefnd til við bæjarstjórn að tillagan verði grenndarkynnt skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands ehf., kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs.
Erindið var grenndarkynnt þann 9. maí og lauk kynningunni 6. júní 2012. Ein athugasemd barst.
1) Óskar B. Hauksson f.h. Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) sem hafnar breytingartillögunni án raka.
Samþykki eigenda fjögurra húsa á breytingunni barst með tölvupósti 12. júní 2012.

Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til athugasemdarinnar þar sem efnisleg rök fyrir höfnun liggja ekki fyrir.

Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3323. fundur - 19.06.2012

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 13. júní 2012:
Erindi dags. 12. mars 2012 frá Árna Árnasyni þar sem hann f.h. Eimskipa Íslands ehf, kt. 421104-3520, leggur fram fyrirspurn um hvort leyfi fengist til að stækka húsið Gata mánans 4 um 4 m til norðurs.
Erindið var grenndarkynnt þann 9. maí og lauk kynningunni 6. júní 2012. Ein athugasemd barst.
1) Óskar B. Hauksson f.h. Tryggingarmiðstöðvarinnar (TM) sem hafnar breytingartillögunni án raka.
Samþykki eigenda fjögurra húsa á breytingunni barst með tölvupósti 12. júní 2012.
Skipulagsnefnd getur ekki tekið afstöðu til athugasemdarinnar þar sem efnisleg rök fyrir höfnun liggja ekki fyrir.
Skipulagsnefnd leggur því til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 11 samhljóða atkvæðum.