Naustahverfi 2. áfangi - breyting á deiliskipulagi Sómatún 9-25.

Málsnúmer 2012020086

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Erindi dagsett 9. febrúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Tréverks ehf., kt. 660269-2829, óskar eftir breytingu á deiliskipulagi á lóð nr. 9-25 við Sómatún. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumyndir.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem byggist á innsendri tillögu A. Breytingin verði unnin í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Skipulagsstjóra og formanni nefndarinnar er falið að ræða við umsækjanda um nánari útfærslu.

Skipulagsnefnd - 135. fundur - 28.03.2012

Lögð fram tillaga, dagsett 28. mars 2012 að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf., sbr. bókun nefndarinnar frá 15. febrúar 2012 um lóðirnar nr. 9-25 og 33-35 við Sómatún.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Breytingar eru gerðar á lóðarnúmerum á reitnum.
b) Á lóð 9 - 17 komi 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum í stað 7 íbúða raðhúss á tveimur hæðum. Engar bílgeymslur verða á lóðinni. Kvöð verður um lóðarveggi.
c) Á lóð 29 komi einbýlishús á tveimur hæðum í stað parhúss á tveimur hæðum. Bílgeymsla verði innbyggð og aðkoma verður beint frá götu.
d) Leyfilegt byggingarmagn á lóðum 9-17 og 29 minnkar.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn - 3319. fundur - 17.04.2012

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 28. mars 2012:
Lögð fram tillaga, dags. 28. mars 2012 að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er unnin af Loga Má Einarssyni frá Kollgátu ehf, sbr. bókun nefndarinnar frá 15. febrúar 2012 um lóðirnar nr. 9-25 og 33-35 við Sómatún.
Breytingarnar eru eftirtaldar:
a) Breytingar eru gerðar á lóðarnúmerum á reitnum.
b) Á lóð 9-17 komi 10 íbúða fjölbýlishús á tveimur hæðum í stað 7 íbúða raðhúss á tveimur hæðum. Engar bílgeymslur verða á lóðinni. Kvöð verður um lóðarveggi.
c) Á lóð 29 komi einbýlishús á tveimur hæðum í stað parhúss á tveimur hæðum. Bílgeymsla verði innbyggð og aðkoma verður beint frá götu.
d) Leyfilegt byggingarmagn á lóðum 9-17 og 29 minnkar.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 atkvæðum gegn atkvæði Ólafs Jónssonar D-lista.

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Eva Reykjalín Elvarsdóttir mætti á fundinn.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1)Björk Guðmundsdóttir og Dan Brynjarsson Þrumutúni 1 og Sara Stefánsdóttir og Ásgeir Már Ásgeirsson Þrumutúni 4 gera athugasemdir við eftirfarandi:
a) Fjölgun íbúða.
b) Breytta húsgerð. Jafnframt eru gerðar athugasemdir við að felldar séu niður kvaðir um að húsunum fylgi bílgeymslur.
c) Athugasemd er gerð við fjölgun bílastæða, sem mun verða vegna fjölgunar íbúða.
d) Breyting á skipulaginu kallar á aukna umferð.
e) Breytt gangstétt/gönguleið skapar hættu.
f) Ásýnd götunnar breytist og hún verður óslitið bílastæði.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.

Skipulagsnefnd samþykkir að fækka íbúðum úr 10 í 8 í Sómatúni 9 - 17 og tekur þar með tillit til hluta athugasemda íbúa.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að breyta deiliskipulagsuppdrætti í samræmi við niðurstöðuna. Afgreiðslu málsins er frestað að öðru leyti.

Skipulagsnefnd - 140. fundur - 27.06.2012

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1) Innkomið bréf dagsett 6. júní 2012 frá eigendum Þrumutúns 1, 3, 4, 5, 8 og 10.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.
Innkomin ný gögn dagsett 25. júní 2012 frá Loga M. Einarssyni frá Kollgátu ehf f.h. lóðarhafa. Lögð eru fram andsvör við innsendum athugasemdum auk leiðréttinga á rangfærslum sem þar koma fram. Þess er óskað að skipulagsnefnd endurskoði bókun sína frá 139. fundi skipulagsnefndar þann 13. júní s.l., um fækkun íbúða á reit EI frá auglýstri skipulagstillögu.

Meirihluti skipulagsnefnd leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt. Fyrri bókun skipulagsnefndar frá 13. júní 2012 er því felld út gildi og skipulagsstjóra falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við niðurstöðuna og umræður á fundinum. Sigurður Guðmundsson A-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.

 

Bæjarráð - 3325. fundur - 05.07.2012

6. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. júní 2012:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi Naustahverfis 2. áfanga vegna Sómatúns 9-45 var auglýst þann 25. apríl og var athugasemdafrestur til 7. júní 2012. Skipulagsgögn voru aðgengileg á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri ráðhúss. Tvær athugasemdir bárust.
1) Innkomið bréf dags. 6. júní 2012 frá eigendum Þrumutúns 1, 3, 4, 5, 8 og 10.
2) Undirskriftalisti 29 íbúa við Sómatún, Sporatún og Sokkatún. Samhljóða bréfi í athugasemd nr. 1.
Innkomin ný gögn dags. 25. júní 2012 frá Loga M. Einarssyni frá Kollgátu ehf f.h. lóðarhafa. Lögð eru fram andsvör við innsendum athugasemdum auk leiðréttinga á rangfærslum sem þar koma fram. Þess er óskað að skipulagsnefnd endurskoði bókun sína frá 139. fundi skipulagsnefndar þann 13. júní s.l., um fækkun íbúða á reit EI frá auglýstri skipulagstillögu.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarráð/bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði samþykkt. Fyrri bókun skipulagsnefndar frá 13. júní 2012 er því felld út gildi og skipulagsstjóra falið að svara innsendum athugasemdum í samræmi við niðurstöðuna og umræður á fundinum. Sigurður Guðmundsson A-lista og Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista greiddu atkvæði gegn tillögunni.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 3. lið fundargerðar bæjarstjórnar 5. júní 2012.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu skipulagsnefndar gegn atkvæðum Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista.