Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús við Hofsbót fyrir skemmtisiglingar. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd.
Eftirfarandi var fært til bókar á stjórnarfundi Hafnarsamlags Norðurlands mánudaginn 16. apríl 2012 og tilkynnist hér með.
"Hofsbót, fyrirspurn um smáhýsi.
Í bréfi dags. 15. mars 2012 óskaði skipulagsnefnd eftir umsögn hafnarstjórnar vegna fyrirspurnar um leyfi til að setja upp aðstöðuhús/smáhýsi á hafnarsvæðinu í Hofsbót í tengslum við skemmtisiglingar á Pollinum, samanber meðfylgjandi gögn. Stjórn HN gerir ekki athugasemdir við að komið verði upp umræddri aðstöðu."
Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar um fyrirspurnina þar sem umbeðið svæði er innan svæðis hafnarinnar.
Frestað.