Erindi dagsett 28. október 2011 þar sem Birgir Á. Kristjánsson f.h. Íslenska Gámafélagisins ehf., kt. 470596-2289, óskar eftir áliti skipulagsnefndar á breyttri notkun hússins á lóðinni nr. 7n við Draupnisgötu. Fyrirhugað er að nota húsið til umhleðslu á sorpi og endurvinnsluhráefnum í gáma til flutnings. Þar sem útisvæði við húsið er takmarkað hefur ÍG tekið á leigu geymslusvæði við Goðanes 2 fyrir gáma fyritækisins. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi. Innkomið samþykki 8 af 19 eigendum séreignarhluta dagsett 3. nóvember 2011.
Vísð er til 41. gr. 5. tl. A stafliðar með vísun í 27. gr. laga um fjöleignarhús nr. 26/1994. Í greininni kemur fram að breytingar á hagnýtingu séreignar frá því sem verið hefur eða ráð var fyrir gert í upphafi eru háðar samþykki allra eigenda hússins, ef þær hafa í för með sér verulega meira ónæði, röskun eða óþægindi fyrir aðra eigendur eða afnotahafa en áður var og gengur og gerist í sambærilegum húsum.
Skipulagsnefnd telur að breytingar sem þessar á hagnýtingu séreignarinnar séu háðar samþykki allra eigenda hússins.
Skipulagsnefnd hafnar því erindinu þar sem einungis 8 eigendur séreignarhluta af 19 hafa samþykkt breytinguna.