Dalsbraut sunnan Þingvallastrætis og nágrenni - deiliskipulag

Málsnúmer 2011050111

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 115. fundur - 01.06.2011

Staðgengill skipulagsstjóra leggur fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Dalsbrautar. Um er að ræða í einu skjali skipulagslýsingu, matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar, unna af X2 hönnun-skipulagi ehf., dagsett 30. maí 2011.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Staðgengill skipulagsstjóra leggur fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Dalsbrautar. Um er að ræða í einu skjali skipulagslýsingu, matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar unna af X2 hönnun-skipulagi ehf., dagsettar 30. maí 2011.

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna og framkvæmdin verði tilkynnt í samræmi við 6. gr. laga um umhverfismat.

Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarráð - 3278. fundur - 07.07.2011

4. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 29. júní 2011:
Staðgengill skipulagsstjóra leggur fram tillögu að skipulagslýsingu vegna deiliskipulags Dalsbrautar. Um er að ræða í einu skjali skipulagslýsingu, matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar unna af X2 hönnun-skipulagi ehf, dags. 30. maí 2011.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi, leitað verði umsagnar Skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna og framkvæmdin verði tilkynnt í samræmi við 6. gr. laga um umhverfismat.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðslu málsins.
Bæjarráð hefur fullnaðarafgreiðsluheimild í sumarleyfi bæjarstjórnar sbr. bókun í 9. lið fundargerðar bæjarstjórnar 7. júní 2011.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:
Í ljósi þess að L-listinn hefur svikið stóra kosningaloforðið um að leggja Dalsbraut að hluta til í stokk tel ég eðlilegt og nauðsynlegt að nýjar hönnunarforsendur götunnar komi fyrir bæjarstjórn til umræðu og afgreiðslu, enda hér um algjöra kúvendingu að ræða af hálfu L-listans. Þegar síðan við bætist að þær hönnunarforsendur sem nú liggja fyrir bæjarráði eru mjög óljósar er varða veigamikil atriði s.s. hámarkshraða og hljóðvist er enn mikilvægara að umræða um þær fari fram í bæjarstjórn í heyranda hljóði þannig að skýr afstaða allra bæjarfulltrúa komi fram um skipulagsforsendur götunnar. Hér er um gamalt og erfitt deilumál að ræða sem oft hefur ratað á bæjarstjórnarfundi og tíðum verið kosningamál, því er það óásættanlegt að fyrirliggjandi skipulagsforsendur séu afgreiddar af innan við helmingi kjörinna fulltrúa í bæjarstjórn. Þá liggur heldur ekki fyrir hvernig bærinn hyggst koma til móts við íþróttafélagið KA vegna þeirrar skerðingar og breytinga sem verða á þeirra svæði með tilkomu Dalsbrautar.
Ég legg því til að afgreiðslu á þessari skýrslu um skipulagsforsendur Dalsbrautar verði vísað til fyrsta fundar bæjarstjórnar eftir sumarfrí til umræðu og afgreiðslu.

Tillagan var felld með þremur atkvæðum fulltrúa L-lista.
Ólafur Jónsson D-lista greiddi tillögunni atkvæði og Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram svohljóðandi tillögu:
Legg til að hámarkshraði á væntanlegri Dalsbraut milli Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis verði 30 km/klst.

Tillagan var felld með þremur atkvæðum fulltrúa L-lista.

Ólafur Jónsson D-lista greiddi tillögunni atkvæði og Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu tillögunnar.

Meirihluti bæjarráðs samþykkir tillögu skipulagsnefndar.

Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Hermann Jón Tómasson S-lista óskar bókað:
Dalsbraut er mikilvæg samgöngubót fyrir íbúa Akureyrar, sérstaklega íbúa í nýjasta hverfi bæjarins, Naustahverfi. Ég styð þess vegna hugmyndir um að hefja lagningu götunnar á næsta ári en legg höfuðáherslu á að horft verði til öryggis gangandi vegfaranda við skipulagningu hennar.

Ólafur Jónsson D-lista óskar bókað:
Í ljósi þess að verkfræðiúttekt frá í vor sýnir að ekki sé þörf á lagningu Dalsbrautar vegna umferðarþunga í fyrirséðri framtíð, en aftur á móti að lagning götunnar muni létta umferð á öðrum nærliggjandi götum og stytta vegalengdir og eins mynda heilsteyptara umferðarkerfi, tel ég eðlilegt að hámarkshraði á Dalsbraut milli Miðhúsabrautar og Þingvallastrætis verði 30 km/klst í stað 50 km/klst. Ég bendi á að mestur þungi umferðarinnar mun koma úr Naustahverfi þar sem hámarkshraði er 30 km/klst. Flestir þeir íbúar sem hafa talað fyrir nauðsyn þess að leggja Dalsbraut hafa líka aðallega bent á mikilvægi þess að stytta leiðir og spara eldsneyti en ekki að sérstök þörf sé á að leysa umferðarþunga. Með því að færa þennan liðlega 1000 m langa spotta í 30 km/klst hámarkshraða næst aukið umferðaröryggi, betri hljóðvist og góður möguleiki á almennri sátt um lagningu götunnar. Ég tel líka nauðsynlegt að samningar við íþróttafélagið KA hefðu legið fyrir á þessu stigi varðandi framtíðar fyrirkomulag á þeirra íþróttasvæði sem óneitanlega skerðist við þessa framkvæmd og setur íþróttastarf á svæðinu í ákveðið uppnám næstu árin. Ég get því ekki samþykkt þessar skipulagsforsendur fyrir Dalsbraut að þessu óbreyttu.

Fulltrúar L-lista óska bókað:
Fulltrúar L-lista vilja benda á að hér er aðeins um skipulagslýsingu að ræða og þar kemur fram að: "Hönnunarhraði Dalsbrautar er 50 km/klst en þó er gert ráð fyrir að hámarkshraði götunnar í nánd við Lundarskóla verði 30 km/klst, a.m.k. á skólatíma."

Skipulagsnefnd - 120. fundur - 24.08.2011

Ómar Ívarsson f.h. X2 hönnunar - skipulags ehf., og Kristinn Magnússon frá Verkfræðistofu Norðurlands ehf., mættu á fundinn og kynntu tillögu að deiliskipulagi og veghönnun fyrirhugaðrar Dalsbrautar. Einnig var lögð fram umsögn Skipulagsstofnunar og ábendingar íbúa sem borist hafa vegna kynningar skýrslu sem inniheldur skipulagslýsingu, matslýsingu og tilkynningu framkvæmdar, unna af X2 hönnun - skipulagi ehf., dagsett 30. maí 2011.
Skýrslan hefur legið frammi til kynningar frá 12. júlí 2011 á heimasíðu skipulagsdeildar og í þjónustuanddyri Ráðhúss. Þá var skýrslan einnig auglýst í Fréttablaðinu og Dagskránni. Þrjár ábendingar bárust.

Skipulagsnefnd þakkar Ómari og Kristni fyrir kynninguna.

Tekið verður tillit til athugasemda Skipulagsstofnunar er varða matslýsingu í endanlegum gögnum. Ábendingum íbúa er vísað áfram til vinnuhópsins til frekari úrvinnslu.

Skipulagsnefnd leggur til að haldinn verði íbúafundur um tillöguna þann 8. september nk. 

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins að öðru leyti.

Skipulagsnefnd - 121. fundur - 14.09.2011

Skipulagsstjóri f.h. vinnuhóps vegna skipulags og hönnunar Dalsbrautar og nágrennis, lagði fram tillögu að deiliskipulagi og greinargerð um fyrirhugaða Dalsbraut dagsetta 12.9.2011 og unna af X2 hönnun - skipulagi ehf. ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Einnig fylgir húsakönnun dagsett 12.9.2011 ásamt skipulagslýsingu dagsettri 30. maí 2011.
Ómar Ívarsson frá X2 hönnun - skipulagi ehf. kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar X2 hönnun - skipulagi ehf. fyrir kynninguna. Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað: Ég greiði atkvæði gegn tillögunni og ítreka þá skoðun mína að framkvæmdin sé ótímabær.

Bæjarstjórn - 3308. fundur - 20.09.2011

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. september 2011:
Skipulagsstjóri f.h. vinnuhóps vegna skipulags og hönnunar Dalsbrautar og nágrennis, lagði fram tillögu að deiliskipulagi og greinargerð um fyrirhugaða Dalsbraut dags. 12. september 2011 og unna af X2 hönnun - skipulagi ehf ásamt Verkfræðistofu Norðurlands ehf.
Einnig fylgir húsakönnun dags. 12. september 2011 ásamt skipulagslýsingu dags. 30. maí 2011.
Ómar Ívarsson frá X2 hönnun - skipulagi ehf kom á fundinn og kynnti deiliskipulagstillöguna.
Skipulagsnefnd þakkar X2 hönnun - skipulagi ehf fyrir kynninguna.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað: Ég greiði atkvæði gegn tillögunni og ítreka þá skoðun mína að framkvæmdin sé ótímabær.

Á fundi bæjarstjórnar var lagður fram nýr skipulagsuppdráttur (teikn. nr. 002) dags. 20. september 2011.

 

Ólafur Jónsson D-lista lagði fram eftirfarandi tillögu:

Í skipulagsnefnd þann 14. september sl. var samþykktur skipulagsuppdráttur sem sýndi nýja götutengingu af væntanlegri Dalsbraut alla leið að Lundarskóla, enda hafði sá skipulagsuppdráttur verið kynntur íbúum á almennum fundi.  Ég tel ekki hægt að samþykkja í bæjarstjórn þá breytingu sem hér er lögð fram á samþykktum uppdrætti í þá veru að fella út þessa götutengingu því hér er um verulega breytingu að ræða.  Skólastjórnendur Lundarskóla hafa gert alvarlegar athugasemdir við þessa götutengingu og mikilvægt að öll gögn fari út í auglýsingu í samræmi við kynningu og samþykkt skipulagsnefndar.  Ég legg því til að deiliskipulagstillögunni í heild sinni verði vísað aftur til skipulagsnefndar til umræðu og afgreiðslu.

 

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 4 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista, Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Hermanns Jóns Tómassonar S-lista og Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

 

Fram kom tillaga frá Guðmundi Baldvini Guðmundssyni B-lista svohljóðandi:

Bæjarstjórn Akureyrar samþykkir að fresta áformuðum framkvæmdum við Dalsbraut þar sem ekki er þörf á lagningu götunnar.

 

Tillagan var borin upp og felld með 7 atkvæðum gegn 3 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista, Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista og Ólafs Jónssonar D-lista.

Hermann Jón Tómasson S-lista sat hjá við afgreiðslu.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 8 samhljóða atkvæðum.

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir V-lista, Guðmundur Baldvin Guðmundsson B-lista og Ólafur Jónsson D-lista sátu hjá við afgreiðslu.

 

Sigurður Guðmundsson A-lista lagði fram eftirfarandi bókun:

Bæjarlistinn fagnar þeim áfanga sem nú er náð og telur að með lagningu Dalsbrautar muni umferðarflæði á Brekkunni verða dreifðara og öruggara fyrir vikið.  Allar vegstyttingar og vegabætur eru fjárhagslega hagkvæmar.  Við berjumst sem eitt í styttingu þjóðvegarins og ættum að gera það einnig hér innan bæjarmarka.

Skipulagsnefnd - 127. fundur - 23.11.2011

Deiliskipulag Dalsbrautar og nágrennis var auglýst frá 28. september til 10. nóvember 2011.
Tillagan var sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt greinargerð, dagsett 12. september 2011.
Einnig fylgdi húsakönnun dagsett 12. september 2011 ásamt skipulagslýsingu dagsettri 30. maí 2011 ásamt eftirtöldum skýrslum:
a) Hljóðstig við Dalsbraut og Miðhúsabraut - Línuhönnun- 2003.
b) Dalsbraut / Miðhúsabraut - Línuhönnun- 2004.
c) Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar -Efla- 2010.
d) Ávinningur og kostnaður -Efla- 2010.
e) Hljóðvist, endurskoðun hljóðvarna við Dalsbraut -Efla- 2010.
54 athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdartíma.
Úrdráttur úr innsendum bréfum koma fram í meðfylgjandi skjali merkt "Dalsbraut-athugasemdir dagsett 10. nóvember 2011".

Innsendar athugasemdir lagðar fram og  yfirfarnar.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 128. fundur - 30.11.2011

Tillaga að deiliskipulagi Dalsbrautar og nágrennis var auglýst frá 28. september til 10. nóvember 2011.
Tillagan var sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt greinargerð, dagsett 12. september 2011.
Einnig fylgdi húsakönnun dagsett 12. september 2011 og skipulagslýsing dagsett 30. maí 2011 ásamt eftirtöldum skýrslum:
a) Hljóðstig við Dalsbraut og Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2003.
b) Dalsbraut / Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2004.
c) Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - Efla - 2010.
d) Ávinningur og kostnaður - Efla - 2010.
e) Hljóðvist, endurskoðun hljóðvarna við Dalsbraut - Efla - 2010.
54 athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdartíma.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut - ath. dags. 30.11.11 - án svara".
Umsögn móttekin 30. nóvember 2011 frá Umhverfisstofnun dagsett 24. nóvember 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Einnig barst umsögn frá Skipulagsstofnun þann 1. nóvember 2011 sem telur að rökstyðja þurfi betur hvers vegna svokallaður núllkostur hafi neikvæð áhrif á samgöngur. Svar við því er að finna í athugasemdaskjali merku "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11"

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11".

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Edward H. Huijbens sat hjá við afgreiðsluna.

 

Bæjarstjórn - 3313. fundur - 06.12.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 30. nóvember 2011:
Tillaga að deiliskipulagi Dalsbrautar og nágrennis var auglýst frá 28. september til 10. nóvember 2011.
Tillagan var sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt greinargerð, dags. 12. september 2011.
Einnig fylgdi húsakönnun dags. 12. september 2011 og skipulagslýsing dags. 30. maí 2011 ásamt eftirtöldum skýrslum:
a) Hljóðstig við Dalsbraut og Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2003.
b) Dalsbraut / Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2004.
c) Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - Efla - 2010.
d) Ávinningur og kostnaður - Efla - 2010.
e) Hljóðvist, endurskoðun hljóðvarna við Dalsbraut - Efla - 2010.
54 athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut - ath. dags. 30.11.11 - án svara".
Umsögn móttekin 30. nóvember 2011 frá Umhverfisstofnun dags. 24. nóvember 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Einnig barst umsögn frá Skipulagsstofnun þann 1. nóvember 2011 sem telur að rökstyðja þurfi betur hvers vegna svokallaður núllkostur hafi neikvæð áhrif á samgöngur. Svar við því er að finna í athugasemdaskjali merku "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11".
Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11".
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens V-lista sat hjá við afgreiðsluna.

Ólafur Jónsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu þessa liðar og Njáll Trausti Friðbertsson varamaður hans mætti á fundinn undir þessum lið.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Andreu Sigrúnar Hjálmsdóttur V-lista og Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

Fylgiskjöl:
Að lokinni afgreiðslu á 1. lið dagskrár yfirgaf Njáll Trausti Friðbertsson fundinn og Ólafur Jónsson tók aftur sæti á fundinum.

Skipulagsnefnd - 130. fundur - 11.01.2012

Innkomið bréf frá Skipulagsstofnun dagsett 5. janúar 2012. Skipulagsstofnun hefur yfirfarið framlögð gögn og gerir ekki athugasemdir við að bæjarstjórn birti auglýsingu um samþykkt deiliskipulagsins í B-deild Stjórnartíðinda, enda verði athugasemd Einars S. Bjarnasonar varðandi áhrif skipulagstillögunnar á verðmæti og notagildi Grenilundar 11 svarað efnislega, sbr. 3. mgr. 41. gr. og 1. mgr. 42 gr. skipulagslaga.

Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra í samráði við bæjarlögmann að svara athugasemdinni efnislega í samræmi við umræður á fundinum.

Skipulagsnefnd - 131. fundur - 25.01.2012

Innkomið bréf dagsett 14. janúar 2012 frá Einari S. Bjarnasyni, Grenilundi 11, sem gerir athugasemd við svarbréf skipulagsnefndar dagsett 11. janúar 2012 um skilgreiningu Dalsbrautar á aðalskipulagsuppdráttum Akureyrar frá 1975.

Skipulagsnefnd bendir á sbr. neðangreint, að gert hefur verið ráð fyrir tengibrautinni Dalsbraut í aðalskipulagi Akureyrar allt frá árinu 1975:
Aðalskipulag Akureyrar 1972-1993 var staðfest af félagsmálaráðuneyti 17. desember 1975.
Aðalskipulag Akureyrar 1990-2010 var staðfest af félagsmálaráðuneyti 30. nóvember 1990.
Aðalskipulag Akureyrar 1998-2018 var staðfest af umhverfisráðherra 4. september 1998.
Aðalskipulag Akureyrar 2005-2018 var staðfest af umhverfisráðherra 15. desember 2006.
Allar ofangreindar aðalskipulagsáætlanir gera ráð fyrir lagningu tengibrautarinnar Dalsbrautar og mátti því íbúum vera ljóst frá þeim tíma að gatan kæmi. Öll uppbygging á íbúðarsvæðunum í nágrenni vegstæðisins bera þess merki að gert var ráð fyrir lagningu hennar.

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur borist kæra dagsett 9. febrúar 2012 ásamt fylgiskjölum, þar sem kært er deiliskipulag fyrir Dalsbraut á Akureyri.
Vegna framkominnar kæru er farið fram á að úrskurðarnefndinni verði send gögn er málið varða og bæjaryfirvöldum um leið gefinn kostur á að tjá sig um kæruna innan 30 daga.

Bæjarlögmanni í samráði við skipulagsstjóra er falið að senda úrskurðarnefndinni umbeðin gögn ásamt greinargerð.

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Innkominn úrskurður dagsettur 8. júní 2012 frá úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vegna kæru Óskars Sigurðssonar hrl., f.h. íbúa á ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar frá 6. desember 2011 um að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut, frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, á Akureyri.
Fram kemur í úrskurðinum að hin kærða deiliskipulagsákvörðun hafi fengið lögformlega rétta málsmeðferð eftir ákvæðum skipulagslaga. Einnig segir í úrskurðinum að ákvæði deiliskipulags um lagningu brautarinnar fari ekki gegn réttmætum væntingum kærenda um þróun samgöngumannvirkja á skipulagssvæðinu.
Úrskurðarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að misræmi sé á milli aðalskipulags og hins kærða deiliskipulags að því leyti að ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.
Í málinu var kveðinn upp svofelldur úrskurður:
"Ákvörðun bæjarstjórnar Akureyrar frá 6. desember 2011, um að samþykkja deiliskipulag fyrir Dalsbraut frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut, er felld úr gildi að því er tekur til svæðisins milli Skógarlundar og Þingvallastrætis. Að öðru leyti skal hin kærða ákvörðun standa óröskuð."
Sjá nánar í meðfylgjandi úrskurði.
Einnig er lagður fram úrskurður dagsettur 8. júní 2012 um veitingu framkvæmdaleyfis fyrir sömu framkvæmd sem felld er úr gildi vegna ofangreinds úrskurðar um deiliskipulag Dalsbrautar frá Þingvallastræti að Miðhúsabraut.

Lagt fram til kynningar.

Skipulagsstjóra falið að gera nauðsynlegar breytingar á aðalskipulagi vegna tenginga að lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA.

Bæjarráð - 3323. fundur - 14.06.2012

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu úrskurð úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála dags. 8. júní 2012 vegna kæru á deiliskipulagi Dalsbrautar.
Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er sú að deiliskipulagstillagan hafi fengið lögformlega rétta málsmeðferð samkvæmt skipulagslögum. Í úrskurðinum kemur einnig fram að ákvæði deiliskipulags um lagningu brautarinnar fari ekki gegn réttmætum væntingum kærenda um þróun samgöngumannvirkja á skipulagssvæðinu. Úrskurðarnefndin kemst þó að þeirri niðurstöðu að misræmi sé á milli aðalskipulags og hins kærða deiliskipulags að því leyti að ekki eru sýndar tengingar á aðalskipulagi við lóð Lundarskóla og íþróttasvæði KA. Þessir tæknilegu annmarkar varða nyrðri hluta Dalsbrautar og verða leiðréttir af skipulagsyfirvöldum. Niðurstaða ÚUA hefur ekki áhrif á framkvæmdir við suður hluta Dalsbrautar og er áformað að þær hefjist á allra næstu dögum.
Lagt fram til kynningar.