Bæjarráð hefur á fundi sínum þann 24. maí 2012 vísað neðangreindum liðum til skipulagsnefndar:
Sigurður Ólason og Áshildur Hlín Valtýsdóttir, Heiðartúni 3, mættu í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
b) Þau óska eftir því að skoðað verði hvort ekki sé hægt að gera Heiðartún að botnlangagötu með því að loka henni við Kjarnagötu.
e) Áshildur og Sigurður vöktu athygli á því að frágangur eftir verktaka sé með öllu óviðunandi í götunni þeirra. Stórar vinnuvélar og afgangsbyggingarefni veldur ungum börnum hættu.
Svar við athugasemdum.
b) Heiðartún liggur á milli Kjarnagötu og Hamratúns. Samkvæmt gildandi deiliskipulagi svæðisins er ekki gert ráð fyrir að Heiðartúni verði lokað í annan endann. Ekki er hægt að sjá að þörf sé á slíku inngripi í skipulag svæðisins þar sem gegnumumferð ætti ekki að vera mikil í götunni.
e) Það skal upplýst að send hafa verið út bréf til verktaka vegna frágangs viðkomandi aðila á svæðinu sem nú er í dagsektarferli.