Vörðutún 2, 4 og 6 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2011080016

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 119. fundur - 10.08.2011

Erindi dagsett 8. ágúst 2011 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. eigenda að Vörðutúni 2, Jóhanns Oddgeirssonar, Vörðutúni 4, Margrétar Stefánsdóttur og Vörðutúni 6, Landsbankans sækir um endurnýjað leyfi til að vinna tillögu að lóðarstækkun um 2 metra til suðurs í samræmi við eldri afgreiðslu skipulagsnefndar þann 25. nóv. 2009.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi dagsett 8. ágúst 2011 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. eigenda að Vörðutúni 2, Jóhanns Oddgeirssonar, Vörðutúni 4, Margrétar Stefánsdóttur og Vörðutúni 6, Landsbankans kt. 471008-0280, óska eftir að endurnýja umboð lóðarhafa til að vinna deiliskipulagstillögu að lóðarstækkun um 2 metra til suðurs sbr. eldri afgreiðslu skipulagsnefndar þann 25. nóv. 2009. Innkomnar undirskriftir lóðarhafa 29. maí 2012.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjendum að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu í samráði við skipulagsstjóra sem síðan verði grenndarkynnt. 

Skipulagsnefnd - 144. fundur - 27.09.2012

Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6 var grenndarkynnt þann 13. ágúst og var athugasemdafrestur til 10. september 2012.
Engin athugasemd barst.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Bæjarstjórn - 3327. fundur - 02.10.2012

7. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 27. september 2012:
Tillaga að deiliskipulagsbreytingu fyrir Vörðutún 2, 4 og 6 var grenndarkynnt þann 13. ágúst og var athugasemdafrestur til 10. september 2012.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.

Í upphafi þessa dagskrárliðar vakti Njáll Trausti Friðbertsson D-lista á því athygli að hann teldi  sig vanhæfan að fjalla um þennan lið.

Með vísan til 7. mgr. 20. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 var meint vanhæfi lagt upp til atkvæða fyrir bæjarstjórn og var það samþykkt með 8 atkvæðum gegn atkvæði Sigurðar Guðmundssonar A-lista.

Halla Björk Reynisdóttir L-lista og Logi Már Einarsson S-lista sátu hjá við afgreiðslu.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista vék af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum.

Afgreiðslufundur skipulagsstjóra - 418. fundur - 24.10.2012

Erindi dagsett 15. ágúst 2011 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. eigenda að Vörðutúni 2, Jóhanns Oddgeirssonar, Vörðutúni 4, Margrétar Stefánsdóttur og Vörðutúni 6, Landsbankans, kt. 471008-0280, sækir um stækkun á lóðunum um 2 m til suðurs.

Skipulagsstjóri samþykkir erindið í samræmi við deiliskipulagsbreytingu sem tók gildi 18. október 2012.