Þórsstígur 4 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2012050211

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 139. fundur - 13.06.2012

Erindi móttekið 23. maí 2012 þar sem Kollgáta f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir stækkun á lóðinni nr. 4 við Þórsstíg. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Samkvæmt gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir almennum göngustíg meðfram suðurkanti Glerár. Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.

Skipulagsnefnd - 141. fundur - 25.07.2012

Erindi dagsett 3. júlí 2012 þar sem Kollgáta f.h. Hölds ehf., kt. 651174-0239, óskar eftir afnotarétti af svæði sem er austan við húsnæði fyrirtækisins að Þórsstíg 4 og er utan lóðar þess. Meðfylgjandi er afstöðumynd.

Skipulagsnefnd samþykkir afnot af umræddu svæði þangað til farið verður í gerð göngustígs og frágang þess samkvæmt gildandi deiliskipulagi. Bæjarlögmanni falið að gera afnotasamning við Höld í samráði við framkvæmdadeild og skipulagsdeild.