Á fundi sínum þann 12. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 28. apríl 2016.
Hjördís Dísmundsdóttir mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hún telur að það þurfi að laga gatnakerfið í Naustahverfi, sérstaklega gatnamót Ásatúns og Kjarnagötu á móts við Bónus. Henni finnast mörg gatnamótin í hverfinu of þröng, sem geti valdið slysahættu. Hún bendir einnig á möguleikann að tengja Naustahverfið við Þórunnarstræti með vegtengingu sem hún telur að myndi létta mikið á umferð að og frá hverfinu. Hún bendir á að hraðakstur sé of mikill í Tjarnartúni og telur að það þurfi að setja hraðahindrun í götuna á móts við raðhúsin að austanverðu við götuna.