Fulltrúar aðgerðarhóps bæjarstjórnar komu á fund ráðsins og gerðu grein fyrir tillögum hópsins, sem samþykktar voru í bæjarráði 19. maí 2016.
Fundinn sátu undir þessum lið Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri, Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður bæjarráðs, Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri og Magnús Kristjánsson ráðgjafi frá KPMG.
Auk þess sátu eftirfarandi starfsmenn fundinn: María Helena Tryggvadóttir verkefnisstjóri ferðamála, Aðalbjörg Sigmarsdóttir héraðsskjalavörður, Ragnar Hólm Ragnarsson verkefnisstjóri markaðs- og kynningarmála, Þórhildur Gísladóttir umsjónarmaður upplýsingamiðstöðvarinnar, Hlynur Hallsson forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri og Hólmkell Hreinsson amtsbókavörður.