Á fundi sínum þann 19. maí 2016 vísaði bæjarráð til skipulagsdeildar 4. lið úr fundargerð viðtalstíma bæjarfulltrúa dagsett 12. maí 2016.
Pálmi Gunnarsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann hefur áhyggjur af þungaflutningum við Undirhlíð og benti á hættuna samfara þeim. Hann vildi vita hvort ekki væri hægt að grípa til einhverra ráðstafana.
Hann benti á að mikill umferðarhávaði væri frá Krossanesbraut og spurði hvort mældur hávaði væri innan viðmiða í úrbótaskýrslu um hljóðvist, sem samþykkt var fyrir nokkru. Hann sagði að hringtorgið vestan Undirhlíðar væri vettvangur ofsaaksturs án þess að lögreglan teldi sig hafa mannafla í að aðhafast nokkuð.