Stefna bæjarins varðandi kaup á fasteignum

Málsnúmer 2016030073

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 225. fundur - 23.03.2016

Á fundi bæjarstjórnar þann 12. mars 2015 var eftirfarandi tillögu vísað til bæjarráðs:

Bæjarstjórn samþykkir að fela bæjarráði að móta tillögu að skýrri stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags. Bæjarráð bókaði á fundi sínum 19. mars 2015 eftirfarandi:

Bæjarráð felur fjármálastjóra og skipulagsstjóra ásamt fulltrúa frá skipulagsnefnd að móta tillögu að stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

Skipulagsnefnd bókaði á fundi sínum 27. maí 2015 eftirfarandi: Skipulagsnefnd tilnefnir Helga Snæbjarnarson L-lista sem fulltrúa skipulagsnefndar til að móta tillögu um stefnu varðandi kaup á fasteignum sem þarf að færa eða rífa vegna skipulags.

Lögð eru fram drög að stefnu varðandi kaup á fasteignum.
Lagt fram til kynningar. Formanni nefndarinnar er falið að vinna áfram í málinu.

Skipulagsnefnd - 236. fundur - 22.06.2016

Erindið er fært í trúnaðarmálabók skipulagsnefndar.
Skipulagsnefnd frestar erindinu.

Skipulagsnefnd - 237. fundur - 29.06.2016

Erindið er fært í trúnaðarmálabók skipulagsnefndar.
Kynning.

Skipulagsráð - 267. fundur - 28.06.2017

Erindið er fært í trúnaðarmálabók skipulagsnefndar.