Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits.

Málsnúmer SN100014

Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd - 109. fundur - 23.02.2011

Tillaga skipulagsnefndar um skipan þriggja manna í vinnuhóp vegna deiliskipulags suðurhluta Miðbæjar. Bæjarráð skipar tvo menn í vinnuhópinn.

Skipulagsnefnd skipar Helga Snæbjarnarson L-lista, Evu Reykjalín Elvarsdóttur L-lista og Sigurð Guðmundsson A-lista í vinnuhóp vegna vinnslu endurskoðaðs deiliskipulags fyrir Drottningarbrautarreit.

Auður Jónasdóttir V-lista óskar bókað að vonandi sé þessi vinna bara upphafið að heildarstefnumörkun meirihlutans um framtíð miðbæjarins.

Skipulagsnefnd - 116. fundur - 15.06.2011

Vinnuhópur um deiliskipulag reitsins leggur fram tillögu að skipulagslýsingu.

Frestað.

Skipulagsnefnd - 117. fundur - 29.06.2011

Vinnuhópur um deiliskipulag reitsins leggur fram tillögu að skipulagslýsingu unna af Árna Ólafssyni, Teiknistofu arkitekta.

Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt almenningi og leitað verði umsagnar skipulagsstofnunar og annarra umsagnaraðila um skipulagslýsinguna.

Edward H. Huijbens V-lista óskaði bókað: Við gerð deiliskipulags á þessum reit er nauðsynlegt að horfa til miðbæjarskipulags í heild sinni og er nauðsynlegt að horfa til varanlegra framtíðarlausna fyrir umferðamiðstöð. Núverandi hugmyndir um að setja hana sunnan Austurbrúnar ganga ekki að mati fulltrúa V-lista. Einnig leggur fulltrúi V-lista áherslu á að göngu- og hjólastígur fái skilgreindan sess, sem tengist heildarmynd af gönguleiðum á svæðinu.

 

Skipulagsnefnd - 128. fundur - 30.11.2011

Skipulagsstjóri lagði fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins sem nú er í gildi. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta ehf, dags. 30.11.2011 sem einnig kynnti tillöguna.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna.
Frestað.

Bæjarráð - 3300. fundur - 08.12.2011

Kynning á tillögu að breytingu á deiliskipulagi syðsta hluta miðbæjarskipulagsins sem nú er í gildi. Tillagan er unnin af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta ehf, dags. 30. nóvember 2011.
Á fund bæjarráðs mættu Árni Ólafsson arkitekt og Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri.
Einnig sat Inda Björk Gunnarsdóttir bæjarfulltrúi L-lista fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð þakkar þeim Árna og Pétri Bolla fyrir kynninguna.

Skipulagsnefnd - 129. fundur - 16.12.2011

Vinnuhópur um deiliskipulag Drottningarbrautarreits lagði fram tillögu að deiliskipulagi dagsetta 16. desember 2011 og unna af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta. Einnig fylgir greinargerð dagsett 16. desember 2011 og hljóðskýrsla dagsett 16. desember 2011 frá Mannviti ehf.

Meirhluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingaruppdrætti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins og hljóðskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Haraldur S. Helgason L-lista óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn tillögunni þar sem hann telur að leyfð hæð húsa á lóðum A2 - A12 sé of mikil. Að öðru leyti er hann sammála tillögunni.

Bæjarstjórn - 3314. fundur - 20.12.2011

1. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 16. desember 2011:
Vinnuhópur um deiliskipulag Drottningarbrautarreits lagði fram tillögu að deiliskipulagi dags. 16. desember 2011 og unna af Árna Ólafssyni frá Teiknistofu arkitekta. Einnig fylgir greinargerð dags. 16. desember 2011 og hljóðskýrsla dags. 16. desember 2011 frá Mannviti ehf.
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingaruppdrætti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins og hljóðskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Haraldur S. Helgason L-lista óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn tillögunni þar sem hann telur að leyfileg hæð húsa á lóðum A2 - A12 sé of mikil. Að öðru leyti er hann sammála tillögunni.

Ólafur Jónsson D-lista gerði athugasemdir við að ekki væri nýtt heimild í aðalskipulagi um 3ja hæða hús á lóðum A2 - A12 og lagði fram tillögu um að málinu yrði frestað og því vísað aftur til skipulagsnefndar.

Tillaga Ólafs Jónssonar var borin upp og felld með 9 atkvæðum gegn 2 atkvæðum Ólafs Jónssonar D-lista og Loga Más Einarssonar S-lista.

 

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 10 samhljóða atkvæðum. Ólafur Jónsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Skipulagsnefnd - 132. fundur - 15.02.2012

Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluti - Drottningarbrautarreitur, var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Tillagan var sett fram á deiliskipulagsuppdrætti og þrívíddaruppdráttum ásamt greinargerð, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi miðbæjar dagsettum 16. desember 2011.
Einnig fylgir skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011 og hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð frá Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista en endanlegar tölur um fjölda hafa ekki verið staðfestar.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Drottningarbraut - athugasemdir dags. 7.2.2012".

Innkomnar athugasemdir lagðar fram og yfirfarnar.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 133. fundur - 29.02.2012

Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluti - Drottningarbrautarreitur, var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Tillagan var sett fram á deiliskipulagsuppdrætti og þrívíddaruppdráttum ásamt greinargerð, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi miðbæjar dagsettum 16. desember 2011.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drög að húsakönnun dagsett 28. febrúar 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskrifta sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Drottningarbraut - athugasemdir dags. 7.2.2012".

Innkomnar athugasemdir lagðar fram. Drög að húsakönnun yfirfarin.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.

Skipulagsnefnd - 134. fundur - 14.03.2012

Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluta - Drottningarbrautarreits, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi Miðbæjar var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drottningarbrautarreitur Akureyri, Húsakönnun - 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn og fór yfir framlagða húsakönnun.
Í athugasemd Norðurorku kemur fram að ósamræmi er í greinargerð sem nú hefur verið lagfært. Vegna þessa hefur ný dagsetning, 14. mars 2012, verið færð á deiliskipulagsuppdrátt og í greinargerð.
Að öðru leyti hefur tillagan ekki tekið breytingum eftir auglýsingartíma.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna á húsakönnuninni.

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Drottningarbraut - ath. og svör 14.3.2012".

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingaruppdrætti fyrir deiliskipulag Miðbæjar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Þó ánægjulegt sé að reiturinn sé nú skipulagður án bensínstöðvar og lúgusjoppu er ýmislegt sem betur má fara. Ég tek undir athugasemdir Húsafriðunarnefndar og fjölmargra íbúa varðandi áætlaða hótelbyggingu í suðurenda reitsins sem brýtur gegn byggðarmynstri og sjónarrönd miðbæjarins  sem byggir á hækkandi hæðarlínu í átt til miðbæjar auk þess að vera í ósamræmi við núverandi byggð hvað varðar stærðarhlutföll. Varðandi íbúabyggð á austanverðum reitnum tel ég mikilvægt að byggt verði í gömlum stíl af virðingu við þau fallegu gömlu hús sem nú marka ásýnd suðurhluta miðbæjarsvæðisins og eru góð dæmi um sérkenni í húsagerðarlist Akureyringa frá síðustu aldamótum. Ég legg til að sérstök ákvæði verði sett í greinargerð deiliskipulagsins um að ytra byrði nýju húsanna svo sem, klæðning, gluggagerð, geretti og annað skraut eigi sér fyrirmynd í þeim húsum á svæðinu sem njóta hverfisverndar. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn - 3318. fundur - 20.03.2012

2. liður í fundargerð skipulagsnefndar dags. 14. mars 2012:
Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluta - Drottningarbrautarreits, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi Miðbæjar var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dags. 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drottningarbrautarreitur Akureyri, Húsakönnun - 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn og fór yfir framlagða húsakönnun.
Í athugasemd Norðurorku kemur fram að ósamræmi er í greinargerð sem nú hefur verið lagfært. Vegna þessa hefur ný dagsetning, 14. mars 2012, verið færð á deiliskipulagsuppdrátt og í greinargerð.
Að öðru leyti hefur tillagan ekki tekið breytingum eftir auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna á húsakönnuninni.

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Drottningarbraut - ath. og svör 14.3.2012".

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingaruppdrætti fyrir deiliskipulag Miðbæjar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:
Þó ánægjulegt sé að reiturinn sé nú skipulagður án bensínstöðvar og lúgusjoppu er ýmislegt sem betur má fara. Ég tek undir athugasemdir Húsafriðunarnefndar og fjölmargra íbúa varðandi áætlaða hótelbyggingu í suðurenda reitsins sem brýtur gegn byggðarmynstri og sjónarrönd miðbæjarins sem byggir á hækkandi hæðarlínu í átt til miðbæjar auk þess að vera í ósamræmi við núverandi byggð hvað varðar stærðarhlutföll. Varðandi íbúabyggð á austanverðum reitnum tel ég mikilvægt að byggt verði í gömlum stíl af virðingu við þau fallegu gömlu hús sem nú marka ásýnd suðurhluta miðbæjarsvæðisins og eru góð dæmi um sérkenni í húsagerðarlist Akureyringa frá síðustu aldamótum. Ég legg til að sérstök ákvæði verði sett í greinargerð deiliskipulagsins um að ytra byrði nýju húsanna svo sem, klæðning, gluggagerð, geretti og annað skraut eigi sér fyrirmynd í þeim húsum á svæðinu sem njóta hverfisverndar. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir tillögu meirihluta skipulagsnefndar með 9 atkvæðum gegn atkvæði Guðmundar Baldvins Guðmundssonar B-lista.

Njáll Trausti Friðbertsson D-lista sat hjá við afgreiðslu.

Bæjarráð - 3504. fundur - 28.04.2016

Lögð fram drög að afsali vegna uppkaupa á hluta eignarlóðar að Hafnarstræti 90, Akureyri.

Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir uppkaupin.