Málsnúmer 2011050111Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi Dalsbrautar og nágrennis var auglýst frá 28. september til 10. nóvember 2011.
Tillagan var sett fram á deiliskipulags- og skýringaruppdráttum ásamt greinargerð, dagsett 12. september 2011.
Einnig fylgdi húsakönnun dagsett 12. september 2011 og skipulagslýsing dagsett 30. maí 2011 ásamt eftirtöldum skýrslum:
a) Hljóðstig við Dalsbraut og Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2003.
b) Dalsbraut / Miðhúsabraut - Línuhönnun - 2004.
c) Athugun á þörf fyrir lagningu Dalsbrautar - Efla - 2010.
d) Ávinningur og kostnaður - Efla - 2010.
e) Hljóðvist, endurskoðun hljóðvarna við Dalsbraut - Efla - 2010.
54 athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdartíma.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Dalsbraut - ath. dags. 30.11.11 - án svara".
Umsögn móttekin 30. nóvember 2011 frá Umhverfisstofnun dagsett 24. nóvember 2011 þar sem ekki er gerð athugasemd við deiliskipulagstillöguna. Einnig barst umsögn frá Skipulagsstofnun þann 1. nóvember 2011 sem telur að rökstyðja þurfi betur hvers vegna svokallaður núllkostur hafi neikvæð áhrif á samgöngur. Svar við því er að finna í athugasemdaskjali merku "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11"
Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Dalsbraut - svör við athugasemdum 30.11.11".
Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku hennar.
Edward H. Huijbens sat hjá við afgreiðsluna.