Málsnúmer 2011030154Vakta málsnúmer
Eiður Matthíasson íbúi í Kjarnagötu 28, mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa og kom með nokkrar ábendingar og spurningar:
a) Spurðist fyrir um tengingu Skógarlundar og Miðhúsabrautar um Brálund og lagði áherslu á mikilvægi þess að hún yrði að veruleika.
c) Spurði hvort ekki væri hætt við að byggja á lóðum sunnan Naustaskóla og hvort ekki mætti moka yfir grunna sem á þeim væru.
d)Stakk upp á því að sundlaug yrði byggð í Naustahverfi, t.d. á þeirri lóð þar sem til stóð að byggja hjúkrunarheimili fyrir aldraða.
e) Lýsti óánægju sinni með stækkun á verslun ÁTVR vegna staðsetningar verslunarinnar.
f) Spurði hver staðan væri varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir við Dalsbraut og lýsti ánægju sinni með þær.
Meirhluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að tillagan ásamt breytingaruppdrætti af samþykktu deiliskipulagi miðbæjarins og hljóðskýrslu verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Haraldur S. Helgason L-lista óskar bókað að hann greiði atkvæði gegn tillögunni þar sem hann telur að leyfð hæð húsa á lóðum A2 - A12 sé of mikil. Að öðru leyti er hann sammála tillögunni.