Skipulagsnefnd

116. fundur 15. júní 2011 kl. 08:00 - 10:00 Fundarsalur á 2. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason varaformaður
  • Árni Páll Jóhannsson
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Auður Jónasdóttir
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Kristján Þorsteinsson verkefnastjóri
Dagskrá

1.Síðubraut - deiliskipulag á reit 1.43.8 I, lóð fyrir dreifistöð Norðurorku

Málsnúmer 2011040053Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi við Síðubraut, reit 1.43.8I í aðalskipulagi Akureyrar 2008-2018, vegna lóðar fyrir dreifistöð Norðurorku var auglýst þann 28. apríl 2011 með athugasemdafresti til 9. júní 2011.
Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd samþykkir tillöguna og felur skipulagsstjóra að annast gildistöku hennar.

2.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

Vinnuhópur um deiliskipulag reitsins leggur fram tillögu að skipulagslýsingu.

Frestað.

3.Krossanes - Becromal - umsókn um byggingarleyfi fyrir vakthús

Málsnúmer 2011060019Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 1. júní 2011 þar sem Anton Örn Brynjarsson f.h. Becromal Properties, kt. 660707-0850, sækir um byggingarleyfi fyrir 20 ferm. vakthús að Krossanesi 4. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

4.Heiðartún 1-3-5 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011050157Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. maí 2011 þar sem byggingverktaki við Heiðartún 5, Reisum byggingarfélag ehf, kt, 470809-0270, eigendur Heiðartúns 3, Sigurður Ólason og Áshildur Hlín Valtýsdóttir og eigendur Heiðartúns 1, Sigvaldi Þorleifsson og Særún Emma Stefánsdóttir óska eftir breytingu á deiliskipulagi vestan við lóðirnar. Meðfylgjandi eru afstöðumyndir og nánari skýringar.

Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

5.Hafnarstræti - Leiruvöllur - 147988

Málsnúmer 2011060034Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2011 þar sem Sigurbjörg Pálsdóttir, Jón Karlsson og Herdís Gunnlaugsdóttir óska eftir því að hugmynd um gámasvæði á lóðinni nr. 14 við Hafnarstræti, austan leiksvæðis, verði hafnað og leiksvæðið klárað eins og tillaga framkvæmdadeildar frá sept. 2008 gerði ráð fyrir. Sjá meðfylgjandi teikningu.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu erindisins og vísar því til endurskoðunar deiliskipulags Innbæjarins sem nú er í vinnslu.

6.Eyrarlandsvegur - FSA - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011060017Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní 2011 þar sem Fanney Hauksdóttir f.h. Sjúkrahússins á Akureyri, kt. 580269-2229, óskar eftir að breyta gildandi skipulagi þannig að heimilt verði að rífa núverandi líkhús sem staðsett er vestan við aðalinngang FSA við Eyrarlandstún. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.


Skipulagsnefnd heimilar umsækjanda að láta gera tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Gjald vegna deiliskipulagsbreytingarinnar verður innheimt í samræmi við gjaldskrá Akureyrarbæjar.

7.Hlíðarfjallsvegur - Glerá l og ll - umsókn um endurskoðun á deiliskipulagi

Málsnúmer 2011060020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. júní þar sem Einar Arnarson eigandi Glerár 1 og eigendur Glerár 2, Hrafnkell Sigtryggsson, Guðný Steina Pétursdóttir, Rúnar Ómarsson og Aðalheiður Birgisdóttir óska eftir að svæðið sem húsin standa á, aðliggjandi lóðir og aðkoma verði deiliskipulagðar sem fyrst. Nánari skýringar í meðfylgjandi bréfi.

Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu og felur skipulagsstjóra að afla nánari upplýsinga um erindið hjá umsækjendum.

8.Klettastígur 14 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011040098Vakta málsnúmer

Erindi dags. 18. apríl 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Jóns Harðarsonar, Harðar Ólafssonar og Rósu Jónsdóttur óskar eftir leyfi til að byggja viðbyggingu austan við húsið að Klettastíg 14.
Erindið var grenndarkynnt frá 6. maí til 3. júní.

Engar athugasemdir bárust.

Skipulagsnefnd tekur jákvætt í erindið. Skipulagsstjóri mun afgreiða umsókn um byggingarleyfi þegar hún berst.

9.Hverfisnefnd Naustahverfis - ýmis málefni í hverfinu

Málsnúmer 2011030143Vakta málsnúmer

Erindi dags. 21. mars 2011 frá Hrafnhildi E. Karlsdóttur f.h. hverfisnefndar Naustahverfis þar sem tekin eru saman atriði sem hverfisnefndin telur að betur mætti fara í hverfinu er varðar frágang á bæjarlandinu og innan lóða. Óskað er eftir skjótum viðbrögðum og að þessi atriði verði lagfærð nú í sumar.

Atriði til skoðunar:
Hólmatún, ósk um bílastæði á óbyggðri lóð.
Kjarnagata sunnan Lækjartúns, grunnar og óræktarsvæði.
Stekkjartún 32-34, hættulegur grunnur.
Heiðartún, umgengni húsbyggjanda.
Baugatún 2, garðhús án leyfis.
Ljómatún, grunnur og vinnuvélar.
Sómatún, timburrekki.
Þrumutún 6, grunnur.
Sporatún - Kjarnagata, öryggisgirðing.
Stekkjartún 2, ófrágengin lóð og vinnuskúr.

Skipulagsnefnd þakkar hverfisnefndinni góðar ábendingar.

Varðandi ábendingar um einstakar byggingalóðir felur skipulagsnefnd skipulagsstjóra að ítreka við lóðarhafa að bæta úr frágangi er varðar öryggi á lóðunum sem um ræðir.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við ósk um bílastæði á lóðunum Hólmatúni 1 eða 3 þar sem um er að ræða byggingarlóðir sem lausar eru til umsóknar.

10.Jaðar - umsókn um bráðabirgðaleyfi fyrir skúra

Málsnúmer 2011060031Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. júní 2011 þar sem Halla Sif Svavarsdóttir f.h. Golfklúbbs Akureyrar, kt. 580169-7169, sækir um leyfi til að hafa þá skúra sem eru fyrir golfbíla í landi Jaðars með óbreyttu fyrirkomulagi.

Skipulagsnefnd samþykkir tímabundið stöðuleyfi til eins árs fyrir skúrunum.

11.Frostagata 6c - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2011060026Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 7. júní 2011 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Rafmanna ehf., kt. 411297-2419, sækir um að byggja viðbyggingu við norðurgafl Frostagötu 6c. Meðfylgjandi eru teikningar og gátlisti eftir Ingólf Guðmundsson

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

Árni Páll Jóhannsson L-lista vék af fundi við umfjöllun og afgreiðslu málsins.

12.Eyrarlandsvegur 27 - umsókn um byggingarleyfi fyrir skýli yfir verönd

Málsnúmer 2011060001Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 31. maí 2011 þar sem Ingvar Garðarsson sækir um leyfi til að byggja garðskýli yfir verönd við hús sitt að Eyrarlandsvegi 27. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Hauk Haraldsson.
Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

13.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð dagsett 1. júní 2011. Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram fundargerð 350. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 14 liðum.

Lagt fram til kynningar.

14.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2010-2011

Málsnúmer 2010010128Vakta málsnúmer

Lögð fram fundargerð dagsett 8. júní 2011. Staðgengill skipulagsstjóra lagði fram fundargerð 351. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:00.