Málsnúmer BN100161Vakta málsnúmer
Erindi dags. 23. desember 2010 þar sem Logi Már Einarsson f.h. Fasteigna Akureyrarbæjar, kt. 710501-2380, sækir um byggingarleyfi fyrir lyftu og breytingum til að bæta aðstöðu keppenda og annarra notenda áhorfendastúkunnar á íþróttavellinum við Hólabraut. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Loga Má Einarsson. Innkomin umsögn frá Vinnueftirlitinu 11. janúar 2011.
Erindið var grenndarkynnt frá 14. janúar 2011 með athugasemdarfresti til 11. febrúar 2011.
Engin athugasemd barst.
Skipulagsnefnd leggur til að Hólabraut verði gerð að botnlangagötu við Smáragötu og að gerður verði snúningshaus við enda hennar. Einnig að sett verði kvöð um að lóðarhafi Hólabrautar 16 setji girðingu við gangstétt í Laxagötu og hliðslá við útkeyrslu að Laxagötu sem eingöngu yrði notuð vegna vöruflutninga.
Skipulagsnefnd leggur til við bæjarstjórn að tillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.