Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluti - Drottningarbrautarreitur, var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Tillagan var sett fram á deiliskipulagsuppdrætti og þrívíddaruppdráttum ásamt greinargerð, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi miðbæjar dagsettum 16. desember 2011.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drög að húsakönnun dagsett 28. febrúar 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskrifta sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Útdráttur úr innsendum bréfum kemur fram í meðfylgjandi skjali merktu "Drottningarbraut - athugasemdir dags. 7.2.2012".
Innkomnar athugasemdir lagðar fram. Drög að húsakönnun yfirfarin.
Skipulagsnefnd frestar afgreiðslu málsins.