Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer
Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluta - Drottningarbrautarreits, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi Miðbæjar var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drottningarbrautarreitur Akureyri, Húsakönnun - 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn og fór yfir framlagða húsakönnun.
Í athugasemd Norðurorku kemur fram að ósamræmi er í greinargerð sem nú hefur verið lagfært. Vegna þessa hefur ný dagsetning, 14. mars 2012, verið færð á deiliskipulagsuppdrátt og í greinargerð.
Að öðru leyti hefur tillagan ekki tekið breytingum eftir auglýsingartíma.
Skipulagsnefnd óskar umsagnar Vegagerðarinnar, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar og umhverfisnefndar um tillöguna.