Skipulagsnefnd

134. fundur 14. mars 2012 kl. 08:00 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Helgi Snæbjarnarson formaður
  • Eva Reykjalín Elvarsdóttir
  • Haraldur Sveinbjörn Helgason
  • Sigurður Guðmundsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Guðgeir Hallur Heimisson áheyrnarfulltrúi
  • Stefán Friðrik Stefánsson áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Bolli Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Leifur Þorsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Leifur Þorsteinsson verkefnisstjóri
Dagskrá

1.Reiðveganefnd 2008 (sjá SN080052)

Málsnúmer 2008060057Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd tilnefndi 13. maí 2008 og að nýju 7. september 2010 fulltrúa í vinnuhóp um breytta legu reiðleiða frá Hlíðarholti að suður- og norðurbæjarmörkum. Auk fulltrúa skipulagsnefndar voru tilnefndir fulltrúar frá Hestamannafélaginu Létti.
Vinnuhópurinn hefur skilað af sér tillögu um breytta legu reiðvega. Stjórn Léttis er ekki sammála framlagðri tillögu að öllu leyti (sjá nánar í meðf. bréfi).
Vinnuhópurinn óskar eftir umfjöllun skipulagsnefndar um tillöguna og að gerð verði aðalskipulagsbreyting á legu reiðleiða í samræmi við niðurstöðu hennar.

Skipulagsnefnd óskar umsagnar Vegagerðarinnar, Hörgársveitar, Eyjafjarðarsveitar og umhverfisnefndar um tillöguna.

2.Miðbær suðurhluti - deiliskipulag Drottningarbrautarreits

Málsnúmer SN100014Vakta málsnúmer

Tillaga að deiliskipulagi Miðbæjar suðurhluta - Drottningarbrautarreits, auk breytingaruppdráttar af deiliskipulagi Miðbæjar var auglýst frá 28. desember 2011 til 7. febrúar 2012.
Einnig fylgja eftirfarandi gögn:
a) Skipulagslýsing dagsett 23. júní 2011.
b) Hljóðskýrsla, Hávaði frá umferð um Drottningarbraut - Mannvit, 16. desember 2011.
c) Drottningarbrautarreitur Akureyri, Húsakönnun - 2012.
9 skriflegar athugasemdir bárust við tillöguna á athugasemdatíma auk undirskriftalista sem flokkast þannig:
1150 frá Akureyri,
358 utan Akureyrar,
61 ógild undirskrift eða röng kennitala,
72 tvískráningar.
Árni Ólafsson arkitekt kom á fundinn og fór yfir framlagða húsakönnun.
Í athugasemd Norðurorku kemur fram að ósamræmi er í greinargerð sem nú hefur verið lagfært. Vegna þessa hefur ný dagsetning, 14. mars 2012, verið færð á deiliskipulagsuppdrátt og í greinargerð.
Að öðru leyti hefur tillagan ekki tekið breytingum eftir auglýsingartíma.

Skipulagsnefnd þakkar Árna Ólafssyni fyrir kynninguna á húsakönnuninni.

Svör við athugasemdum koma fram í skjali merktu "Drottningarbraut - ath. og svör 14.3.2012".

Meirihluti skipulagsnefndar leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt ásamt breytingaruppdrætti fyrir deiliskipulag Miðbæjar verði samþykkt og skipulagsstjóra falið að annast gildistöku þeirra.

Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista óskar bókað:

Þó ánægjulegt sé að reiturinn sé nú skipulagður án bensínstöðvar og lúgusjoppu er ýmislegt sem betur má fara. Ég tek undir athugasemdir Húsafriðunarnefndar og fjölmargra íbúa varðandi áætlaða hótelbyggingu í suðurenda reitsins sem brýtur gegn byggðarmynstri og sjónarrönd miðbæjarins  sem byggir á hækkandi hæðarlínu í átt til miðbæjar auk þess að vera í ósamræmi við núverandi byggð hvað varðar stærðarhlutföll. Varðandi íbúabyggð á austanverðum reitnum tel ég mikilvægt að byggt verði í gömlum stíl af virðingu við þau fallegu gömlu hús sem nú marka ásýnd suðurhluta miðbæjarsvæðisins og eru góð dæmi um sérkenni í húsagerðarlist Akureyringa frá síðustu aldamótum. Ég legg til að sérstök ákvæði verði sett í greinargerð deiliskipulagsins um að ytra byrði nýju húsanna svo sem, klæðning, gluggagerð, geretti og annað skraut eigi sér fyrirmynd í þeim húsum á svæðinu sem njóta hverfisverndar. Ég sit því hjá við afgreiðslu málsins.

3.Drottningarbraut, siglingaklúbburinn Nökkvi - deiliskipulag

Málsnúmer SN090090Vakta málsnúmer

Erindi dags. 7. mars 2012 þar sem Rúnar Þór Björnsson f.h Nökkva félags siglingarmanna á Akureyri óskar eftir því að fá að kynna skipulagsnefnd hugmyndir félagsins um uppbyggingu á félagssvæði siglingaklúbbsins á Leirunni.
Einnig er farið þess á leit að hafin verði á ný vinna við deiliskipulagningu afhafnasvæðis siglingaklúbbsins á Leirunni á grundvelli þeirra gagna sem unnin hafa verið áður.

Skipulagsnefnd þakkar fulltrúum Nökkva fyrir erindið.
Skipulagsnefnd felur skipulagsstjóra að setja í gang undirbúningsvinnu við deiliskipulag svæðisins.

4.Hofsbót - fyrirspurn um smáhýsi fyrir skemmtisiglingar

Málsnúmer 2012030058Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Ingólfur Guðmundsson f.h. Sailing sport ehf., kt. 621208-1440, óskar eftir umsögn skipulagsnefndar um þá hugmynd að setja upp aðstöðuhús fyrir skemmtisiglingar við Hofsbót. Meðfylgjandi eru nánari skýringar og afstöðumynd

Skipulagsnefnd óskar eftir umsögn hafnarstjórnar um fyrirspurnina þar sem umbeðið svæði er innan svæðis hafnarinnar.

Frestað.

5.Kleifargerði 4 - umsókn um leyfi fyrir sólskála

Málsnúmer 2012030087Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2012 þar sem Tómas Búi Böðvarsson f.h. Tómasar Sæmundssonar óskar eftir grenndarkynningu á fyrirhugaðri byggingu sólskála við húsið að Kleifargerði 4. Meðfylgjandi eru drög að byggingunni.

Skipulagsnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið skv. 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

6.Geislagata 12 - umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu

Málsnúmer 2012020220Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Haraldur Árnason f.h. Hringbergs ehf., kt. 480607-0900, sækir um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu (Stjörnusól) við bakhús að Geislagötu 12.

Skipulagsnefnd bendir á að samskonar erindi var hafnað þann 12. janúar 2011.

Í gildandi deiliskipulagi er reitur 25 skilgreindur fyrir miðbæjarstarfsemi og íbúðir.
Þar er gert ráð fyrir endurnýjun með áherslu á fjölgun íbúða í miðbænum. Forsenda uppbyggingar á reitnum er að öll hús og skúrar verði fjarlægð.

Skipulagsnefnd getur því ekki orðið við erindinu.

7.Hvammshlíð 5 - umsókn um skiptingu eignar úr tveimur í þrjár

Málsnúmer 2012010089Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. janúar 2012 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson f.h. Klettabjargar ehf., kt. 490908-0990, sækir um að skipta húseigninni að Hvammshlíð 5 í þrjár íbúðir.
Erindið var grenndarkynnt frá 30. janúar til 27. febrúar 2012. Allir íbúar við Hvammshlíð og Bandagerði mótmæla umsókninni um fjölgun íbúða úr tveimur í þrjár með þeim rökum að ekki sé eðlilegt og í fullkomnu ósamræmi við gildandi byggingarskilmála að breyta einu húsi við götuna í fjöleignarhús.

Skipulagsnefnd tekur undir rök íbúa í hverfinu og hafnar því erindinu.

8.Stapasíða 12 - umsókn um breytta skráningu á fasteign

Málsnúmer 2012020280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. febrúar 2012 þar sem Guðrún S. Kristinsdóttir og Valdís A. Cagnetti óska eftir að húseign þeirra að Stapasíðu 12 verði skipt upp og skráð sem fjórar eignir. Nánari skýringar eru í meðfylgjandi bréfi.

Samkvæmt samþykktum aðaluppdráttum eru tvær íbúðir samþykktar í húsinu. Skipulagsnefnd telur ekki hægt að skipta eigninni upp í fleiri eigarhluta þar sem stór hluti hússins er niðurgrafinn og án tilskyldra birtuskilyrða skv. lágmarkskröfum byggingarreglugerðar og er að auki í ósamræmi við gildandi byggingarskilmála sem gera ráð fyrir einbýlishúsum á svæðinu, þó svo að samþykkt hafi verið lítil aukaíbúð á neðri hæð nokkurra húsa. Skipulagsnefnd hafnar því erindinu.

9.Háspennulínur og jarðstrengir

Málsnúmer 2012020143Vakta málsnúmer

Víðir Gíslason mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
a) Nefnd iðnaðarráðherra um mótun stefnu er varðar háspennulínur og jarðstrengi er starfandi. Víðir ítrekaði mikilvægi þess að koma á framfæri sjónarmiðum sem taka þarf tillit til í Eyjafirði sem varða til dæmis, flugöryggi, útivistarsvæði og mikil sjónræn áhrif. Víðir spyr hvort ekki sé full ástæða til þess að koma á samstarfi við Eyjafjarðarsveit hvað þetta varðar.
b) Viðræður Landsnets og Isavia.
Víðir ítrekar mikilvægi þess að enginn afsláttur verði gefinn af ítrustu kröfum um flugöryggi vegna hugmynda um háspennulínu. Standa þarf vörð um hagsmuni Akureyrarflugvallar. Hér er mikilvægt að Akureyri vinni með Eyjafjarðarsveit að málinu.
c) Víðir minnir á mikilvægi þess að hugað sé vandlega að ásýnd tengivirkis við Kífsá og tekið verið mið af umhverfisásýnd við byggingu þess. Hann lagði fram, máli sínu til stuðnings, myndir frá kynningu Þórðar Guðmundssonar forstjóra Landsnets þar sem áherslum Landsnets á að laga ný flutningsmannvirki að umhverfinu er lýst (sjá fylgiblað).

Skipulagsnefnd áréttar að samráðferli við Landsnet varðandi hugsanlegar háspennulínur í landi Akureyrar er í gangi en að málið sé ekki komið í skipulagsferli. Samráð verður haft við Eyjafjarðarsveit og ISAVIA um málið. Gert er ráð fyrir að unnið verði deiliskipulag af svæði spennistöðvarinnar við Kífsá í framhaldi af aðalskipulagsbreytingunni sem nú er í skipulagsferli.

10.Ásatún 12-18 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012030126Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 12. mars 2012 þar sem Jóhann Þórðarson f.h. Trétaks ehf., kt. 551087-1239, sækir um lóð nr. 12-18 við Ásatún. Meðfylgjandi er staðfesting frá Arionbanka dagsett 12. mars 2012.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. 

11.Ásatún 12-18, 20-26 og 28-32 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi.

Málsnúmer 2012020230Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson f.h. BB Bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um breytingu á deiliskipulagi á lóðum nr. 12-18, 20-26 og 28-32 við Ásatún. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Harald Árnason.

Skipulagsnefnd telur ekki rétt að breyta hæð fjölbýlishúsa við Ásatún en fjölbýlishúsaröðin sem er þrjár hæðir og er að hluta til komin, er hugsuð sem rammi utan um byggðina frá Miðhúsabraut. Erindinu er hafnað.

 

12.Ásatún 12-18 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020223Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson f.h. BB Bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um lóð nr. 12-18 við Ásatún.

Skipulagsnefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem lóðinni hefur verið úthlutað.

13.Ásatún 20-26 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020225Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson f.h. BB Bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um lóð nr. 20-26 við Ásatún.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda. 

14.Ásatún 28-32 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2012020226Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2012 þar sem Sigurður Björgvin Björnsson f.h. BB Bygginga ehf., kt. 550501-2280, sækir um lóð nr. 28-32 við Ásatún.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

15.Réttarhvammur 3 - umsögn vegna breyttrar notkunar fyrir sorpflokkun

Málsnúmer 2012020237Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2012 þar sem Birgir Á. Kristjánsson f.h. Íslenska gámafélagsins ehf., kt. 470596-2289, óskar eftir áliti skipulagsnefndar Akureyrarbæjar á því hvort starfsemi fyrirtækisins sem felst m.a. í flokkun á almennu sorpi sé byggingarleyfisskyld vegna breyttrar notkunar á húsum að Réttarhvammi 3. Meðfylgjandi eru nánari skýringar í bréfi og afstöðumynd.

Meirihluti skipulagsnefndar telur að sækja þurfi um byggingarleyfi fyrir breyttri notkun hússins þar sem þar mun fara fram flokkun á almennu sorpi en sú starfsemi hefur ekki farið fram í húsnæðinu áður. Einnig telur skipulagsnefnd að starfsemin falli undir skilgreinda landnotkun svæðisins þar sem húsnæðið er á athafnasvæði í aðalskipulagi.

Sigurður Guðmundsson óskar bókað að hann greiði atkvæði á móti umbeðinni starfsemi á þessu svæði vegna nálægðar við íbúðabyggð.

16.Gránufélagsgata/Glerárgata - gatnamót

Málsnúmer 2012010359Vakta málsnúmer

Jón Oddgeir Guðmundsson mætti í viðtalstíma bæjarfulltrúa.
Hann lýsti yfir áhyggjum sínum af gatnamótum Gránufélagsgötu og Glerárgötu. Þar hafa orðið alvarleg slys og skorar hann á bæjaryfirvöld að finna lausn á þessu vandamálahorni.

Formaður skipulagsnefndar og embættismenn hafa átt viðræður við Vegagerðina um hugsanlegar lausnir til breytinga á gatnamótunum til að auka öryggi vegfarenda og er þeim viðræðum ekki lokið.

17.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 29. febrúar 2012. Lögð var fram fundargerð 387. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 13 liðum.

Lagt fram til kynningar.

18.Afgreiðslur skipulagsstjóra 2012

Málsnúmer 2012010231Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 7. mars 2012. Lögð var fram fundargerð 388. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 20 liðum.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.