Skipulagsráð

403. fundur 24. maí 2023 kl. 08:15 - 12:19 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Þorvaldur Helgi Sigurpálsson
  • Hilda Jana Gísladóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sif Jóhannesar Ástudóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: María Markúsdóttir Verkefnastjóri skipulagsmála
Dagskrá
Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista mætti í forföllum Helga Sveinbjörns Jóhannssonar.

1.Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Kynningu tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagi fyrir Viðjulund 1 lauk þann 19. apríl sl.

Þrettán ábendingar bárust við tillöguna auk umsagna frá Norðurorku og Rauða krossinum.

Er nú lögð fram breytt tillaga þar sem gert er ráð fyrir tveimur byggingum eins og í fyrri tillögu en í stað tveggja sex hæða húsa er nú gert ráð fyrir að önnur byggingin verði fimm hæðir og hin sjö hæðir.
Meirihluti skipulagsráðs leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki að auglýsa framlagða tillögu skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 með þeim fyrirvara að kvöð verði sett um hávaxinn gróður innan lóðar, blágrænar ofanvatnslausnir og að vindgreining verði framkvæmd á auglýsingatíma.

Þá leggur skipulagsráð til að haldinn verði kynningarfundur fyrir íbúa á auglýsingatíma tillögunnar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við afgreiðslu málins. Hilda Jana og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista óska bókað eftirfarandi:

Við höfum efasemdir um að sjö hæða hús sé heppilegt á þessum reit.



Jón Hjaltason óflokksbundinn greiðir atkvæði gegn tillögunni og óskar bókað eftirfarandi:

Augljóst er að áform um byggingu tveggja fjölbýlishúsa, fimm og sjö hæða, á lóð Viðjulundar 1 ganga í berhögg við byggingarlistastefnu bæjarins. Þar segir meðal annars um nýbyggingar: „Byggingin sé í góðu samræmi við nánasta manngert og náttúrulegt umhverfi [...] og falli vel inn í umhverfi og götumynd.“ Með öðrum orðum, það kann aldrei góðri lukku að stýra að byggja mjög mishátt í þéttri byggð. Vindafar breytist og lífsgæði skerðast.

Þá má velta fyrir sér hvort fjölbýlishúsin sem hér um ræðir séu ekki enn eitt dæmið um þá öfgafullu mynd sem þétting byggðar er að taka á sig í okkar fallega bæ.

2.Akureyrarflugvöllur - umsókn um endurskoðun deiliskipulags

Málsnúmer 2023030991Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. mars 2023 þar sem Gísli Þór Kristinsson f.h. Isavia innanlandsflugvalla ehf. sækir um heildarendurskoðun á deiliskipulagi Akureyrarflugvallar.

Tillagan felur í sér breytingu á Aðalskipulagi Akureyrar 2018-2030 þar sem reitur S2 fyrir slökkvistöð er felldur út.

Meðfylgjandi eru deiliskipulagsuppdráttur og greinargerð.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að koma ábendingum á framfæri við skipulagsráðgjafa og afla umsagna um áformin.

3.Glerárgata 7 - breyting á deiliskipulagi

Málsnúmer 2018090257Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi Glerárgötu 7 lauk þann 14. maí sl.

Þrjár athugasemdir bárust auk umsagna frá Vegagerðinni og Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að breytingu á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð Glerárgötu 7.

Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að svörum við efni athugasemda og leggja fyrir fund bæjarstjórnar.

4.Oddeyrarbót 2 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022110731Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jóhann Einar Jónsson f.h. Eldingar ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Oddeyrarbót.

Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,64 í 0,96. Áður var búið að samþykkja að hækka nýtingarhlutfall úr 0,426 í 0,64 auk breytinga á hæð en sú breyting hefur ekki tekið gildi.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir og greinargerð.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Austurvegur 15 og 21 - fyrirspurn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023011119Vakta málsnúmer

Lagðar fram tillögur Form ráðgjafar ehf. um útfærslu á breytingu á deiliskipulagi Austurvegar - Eyjabyggðar - Búðartanga í Hrísey. Tillögurnar ná til svæðis þar sem nú er gert ráð fyrir fjórum einbýlishúsalóðum við Austurveg 15-21.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að afla umsagnar hverfisráðs Hríseyjar.

6.Hulduholt 25 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023050908Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 25 við Hulduholt.

Sótt er um hækkun á nýtingarhlutfalli úr 0,5 í 0,56.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Norðurgata 5-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 18. maí 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason leggur fram tillögu að uppbyggingu á lóðum nr. 3 til 7 við Norðurgötu.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

8.Leikskólinn Krógaból - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023050245Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. maí 2023 þar sem Jórunn Jóhannesdóttir f.h. leikskólans Krógabóls sækir um merkingu bílastæða austan Glerárkirkju fyrir starfsfólk leikskólans.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

9.Móasíða 1B - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023050715Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. maí 2023 þar sem Jón Einar Jóhannsson f.h. íbúa í Móasíðu 1B sækir um heimild til að útbúa bílastæði innan lóðar á svæði sem skilgreint er sem leiksvæði á teikningum.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu þar sem ekki liggur fyrir skriflegt samþykki allra lóðarhafa.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Langahlíð 28 - umsókn um framlengdan framkvæmdafrest

Málsnúmer 2021060425Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 8. maí 2023 þar sem Þórður Kárason óskar eftir framlengingu á fresti til framkvæmda á lóð nr. 28 við Lönguhlíð.
Skipulagsráð samþykkir að veita lóðarhafa frest til 1. apríl 2024 til að hefja framkvæmdir á lóð nr. 28 við Lönguhlíð.

11.Lækjargata 6 - umsókn um stækkun lóðar

Málsnúmer 2023050737Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2023 þar sem Grétar Jónsson sækir um stækkun lóðar nr. 6 við Lækjargötu.

Sótt er um stækkun inn á svæði sem skilgreint er sem opið svæði í gildandi deiliskipulagi.

Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hafnar erindinu.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.
Fylgiskjöl:

12.Eyjafjarðarbraut - beiðni um afskráningu lóðar

Málsnúmer 2023050733Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. maí 2023 þar sem ISAVIA innanlandsflugvellir ehf. óskar eftir afskráningu lóðar L209042.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Glerárgata - umsókn um skilti

Málsnúmer 2023030480Vakta málsnúmer

Lögð fram umsögn Vegagerðarinnar um fyrirhugað ljósaskilti við Glerárgötu sem samþykkt var á fundi skipulagsráðs þann 12. apríl sl.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu. Skipulagsfulltrúa er falið að óska eftir ítarlegri rökstuðningi frá Vegagerðinni, m.a. varðandi heimildir til uppsetningar ljósaskilta á sambærilegum stöðum á höfuðborgarsvæðinu.

14.Langamýri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023050978Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jónas Valdimarson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð götu, gangstétta og lagna við Löngumýri.

Meðfylgjandi er greinargerð.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Oddeyrargata - Brekkugata - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023050977Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 19. maí 2023 þar sem Jónas Valdimarsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir endurgerð gatnamóta Oddeyrargötu og Brekkugötu.

Meðfylgjandi eru greinargerð og afstöðumynd.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að auglýst verði breyting á deiliskipulagið Miðbæjar Akureyrar skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 til samræmis við fyrirliggjandi gögn.

16.Skipulagsráð - framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs

Málsnúmer 2019080399Vakta málsnúmer

Lögð fram framkvæmdaáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2023-2026 ásamt drögum að tillögum skipulagsráðs um æskilegar framkvæmdir árið 2023 í samræmi við fyrirliggjandi skipulagsáætlanir.
Skipulagsráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur um æskilegar framkvæmdir fyrir tímabilið 2023-2026 með viðbótum í samræmi við umræður á fundinum og felur skipulagsfulltrúa að koma þeim á framfæri við umhverfis- og mannvirkjasvið.

17.Reglur um lokun gatna - endurskoðun

Málsnúmer 2022010439Vakta málsnúmer

Umsagnarfrestur um tillögu að breytingu á 2. gr. samþykktar Akureyrarbæjar um verklagsreglur vegna tímabundinna lokana gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja rann út þann 18. maí sl. Fjölmargar athugasemdir og umsagnir bárust á kynningartíma, bæði frá rekstraraðilum við Hafnarstræti og almenningi.

Tillagan gerir ráð fyrir að sá hluti Hafnarstrætis sem kallast göngugata verði lokaður vélknúnum ökutækjum í júní, júlí og ágúst.
Hilda Jana Gísladóttir S-lista leggur fram eftirfarandi tillögu:

Göngugatan verði lokuð fyrir umferð vélknúinna ökutækja yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst en aðgengi verði á þeim tíma tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila.


Halla Björk Reynisdóttir L-lista, Þórhallur Jónsson D-lista, Þorvaldur Helgi Sigurpálsson M-lista og Jón Hjaltason óflokksbundinn greiddu atkvæði gegn tillögunni og var hún felld.


Formaður skipulagsráðs leggur fram eftirfarandi tillögu:

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hlustað verði á núverandi rekstraraðila í miðbænum sem telja sig þurfa að flytja sig um set ef af meiri lokun verður og þurfi lengri frest til þess en tæpa tvo mánuði. Skipulagsráð leggur því til við bæjarstjórn að halda sig við núverandi reglur um lokun, en telur að bæta megi við núgildandi lokun sambærilegri lokun á sunnudögum í júní og ágúst. Þá er heldur ekki hægt að horfa fram hjá því að heilsugæslustöðin kemur ekki til með að flytja fyrr en um næstu áramót og aðgengi að henni þarf að vera gott fyrir öll. Skipulagsráð leggur til að haustmánuðir 2023 verði nýttir til þess að undirbúa frekari tillögur að lokun og að gerð verði skoðanakönnun á meðal bæjarbúa. Hvað varðar tillögu um tíðari lokun í Gilinu þá telur skipulagsráð ekki þörf á að bæta við lokunardögum að sinni.

Loks leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að hún samþykki að orðalag í Samþykkt Akureyrarbæjar um verklagsreglur fyrir tímabundnar lokanir gatna fyrir umferð vélknúinna ökutækja verði samræmt við heiti verklagsreglna með þeim hætti að þar sem talað er um lokanir fyrir umferð sé átt við um lokanir fyrir umferð vélknúinna ökutækja.


Tillagan var samþykkt með atkvæðum Höllu Bjarkar Reynisdóttur L-lista, Þórhalls Jónssonar D-lista, Þorvalds Helga Sigurpálssonar M-lista og Jóns Hjaltasonar óflokksbundins.

Hilda Jana Gísladóttir S-lista situr hjá við atkvæðagreiðslu og óskar bókað eftirfarandi:

Ég harma að fulltrúar Miðflokksins, Sjálfstæðisflokksins, L-lista og óháðra hafi fellt tillögu mína um að göngugötunni verði lokað fyrir vélknúnum ökutækjum yfir sumarmánuðina júní, júlí og ágúst, á sama tíma og aðgengi verði á þeim tíma tryggt fyrir P-merkta bíla, ökutæki viðbragðsaðila og aðföng rekstraraðila. Göngugatan í hjarta bæjarins á að iða af mannlífi, ekki síst að sumri til, þar sem notalegt er að dvelja um lengri og skemmri tíma. Það gefur augaleið að slíkt er betra án bílaumferðar auk þess sem það eykur fjölbreytni í aðgengi bæjarbúa og gesta að verslun og þjónustu.

18.Skipulag skógræktar - ábyrgð sveitarstjórna

Málsnúmer 2023050448Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi dagsett 14. apríl 2023 frá Sveini Runólfssyni f.h. Vina íslenskrar náttúru (VÍN) um skipulag skógræktar og ábyrgð sveitarfélaga.

19.Rafskútuleiga - Atom

Málsnúmer 2022020224Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Eyþórs Jósepssonar dagsett 16. maí 2023 þar sem tilkynnt er um kaup nýs félags á stöðvalausri hjólaleigu, Atom 22. Er óskað eftir leyfi til að taka yfir gildandi samning við Akureyrarbæ um reksturinn.

Er jafnframt lagður fram uppfærður samningur til samræmis við nýjan samning sem gerður var við Hopp.
Skipulagsráð samþykkir erindið.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2022-2026

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 914. fundar, dagsett 4. maí 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 12:19.