Skipulagsráð

410. fundur 11. október 2023 kl. 08:15 - 11:55 Fundarsalur á 1. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Halla Björk Reynisdóttir formaður
  • Þórhallur Jónsson
  • Helgi Sveinbjörn Jóhannsson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir
  • Jón Hjaltason
  • Sunna Hlín Jóhannesdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Pétur Ingi Haraldsson skipulagsfulltrúi
  • Steinmar Heiðar Rögnvaldsson byggingarfulltrúi
  • María Markúsdóttir fundarritari
  • Einar Sigþórsson verkefnastjóri skipulagsmála
Fundargerð ritaði: Pétur Ingi Haraldsson forstöðumaður skipulagsmála
Dagskrá
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista sat fundinn í forföllum Sifjar Jóhannesar Ástudóttur.

1.Viðjulundur 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2022120336Vakta málsnúmer

Auglýsingu tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 1 við Viðjulund lauk þann 2. október sl.

Tíu athugasemdir bárust auk umsagna frá Minjastofnun Íslands og Norðurorku.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu og felur skipulagsfulltrúa að vinna tillögu að umsögn um innkomnar athugasemdir.

2.Hafnarstræti 73 og 75 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023040862Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Hótels Akureyrar ehf. sækir um heimild til að reisa fimm hæða hús á lóð nr. 75 við Hafnarstræti ásamt því að sækja um heimild til hækkunar á húsi á lóð nr. 73 upp í fimm hæðir.

Meðfylgjandi eru þrívíddar- og skuggavarpsmyndir.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi Drottningarbrautarreits til samræmis við framlögð gögn. Skipulagsráð samþykkir að tillagan verði kynnt skv. 4. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

3.Norðurgata 3-7 - tillaga að uppbyggingu

Málsnúmer 2023021108Vakta málsnúmer

Kynningu á tillögu á vinnslustigi að breytingu á deiliskipulagu suðurhluta Oddeyrar vegna áforma um uppbyggingu á lóðum nr. 3-7 við Norðurgötu lauk þann 29. september sl.

Fjórar athugasemdir bárust auk umsagnar frá Norðurorku.
Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að hún samþykki framlagða tillögu að deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

4.Óseyri 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023100119Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 3. október 2023 þar sem Ingvar Ívarsson f.h. Módelhúsa ehf. sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Óseyri 1. Fyrirhugað er að hækka leyfilega hámarkshæð byggingar úr 7,6 m í 8 m yfir gólfkóta.

Meðfylgjandi er deiliskipulagsuppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og ekki er talin þörf á grenndarkynningu sbr. 44. gr. laganna. Er skipulagsfulltrúa falið að sjá um gildistöku breytingarinnar þegar fullnægjandi skipulagsgögn liggja fyrir.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

5.Óseyri 6C - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2023091397Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 27. september 2023 þar sem Ívar Helgi Grímsson f.h. Grim Apartments ehf. sækir um heimild til að reisa viðbyggingu við hús á lóð nr. 6C við Óseyri.
Skipulagsráð samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Óseyri 4 og 8 auk þess sem samþykki skal liggja fyrir frá eigendum Óseyri 6A og 6B.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

6.Brekkugata 45 - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023081036Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. ágúst 2023 þar sem Inga Sigrún Atladóttir leggur inn fyrirspurn varðandi skiptingu einbýlishúss á lóð nr. 45 við Brekkugötu í tvær íbúðir.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13. september sl. og var afgreiðslu frestað.
Sóley Björk Stefánsdóttir V-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hún af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.


Meirihluti skipulagsráðs samþykkir að gerð verði breyting á deiliskipulagi til samræmis við erindið. Er breytingin óveruleg skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal hún grenndarkynnt skv. 44. gr. laganna. Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Brekkugötu 43 og 47.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

7.Seljahlíð 3G - fyrirspurn varðandi skipulagsmál

Málsnúmer 2023100194Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2023 þar sem Fróði Ólafsson sækir um heimild til að reisa sólskála sem viðbyggingu við hús nr. 3G við Seljahlíð.

Stærð viðbyggingar yrði 3,6 x 3,2 m og hæð 2,5 m.

Ekkert deiliskipulag er í gildi á svæðinu.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Seljahlíð 3E, 3F, 3H og 3I.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

8.Glerárgata - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gönguþverun

Málsnúmer 2023090984Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. september 2023 þar sem Árni Ingimarsson f.h. Vegagerðarinnar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppsetningu gönguþverunar yfir Glerárgötu við Grænugötu og Smáragötu. Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og grunnmynd.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 27. september sl. og var afgreiðslu frestað til næsta fundar.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi í samræmi við erindið þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

Jafnframt óskar skipulagsráð eftir að fá fulltrúa Vegagerðarinnar á næsta fund ráðsins til að ræða ýmis umferðarmál á Glerárgötu.

9.Leirunesti Drottningarbraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu heimtaugar

Málsnúmer 2023100284Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2023 þar sem Jóhannes Björn Ófeigsson f.h. Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu rafmagnsheimtauga frá dreifistöð við Duggufjöru að Leirunesti við Drottningarbraut.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og skýringaruppdráttur.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

10.Heiðartún - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir gerð leiksvæðis

Málsnúmer 2023100138Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 4. október 2023 þar sem Jón Birgir Gunnlaugsson f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir gerð leiksvæðis á milli Hamratúns og Heiðartúns.

Fyrirhuguð framkvæmd er í samræmi við gildandi deiliskipulag fyrir svæðið.

Meðfylgjandi eru skýringargögn.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

11.Áningarstaðir í Hrísey - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2023100264Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2023 þar sem María Helena Tryggvadóttir f.h. Akureyrarbæjar sækir um framkvæmdaleyfi fyrir uppbyggingu áningarstaða í Hrísey.

Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

12.Kjarnabraut - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara

Málsnúmer 2023100256Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2023 þar sem Bergur Þórðarson f.h. Orkufjarskipta sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu ljósleiðara meðfram Kjarnabraut.

Meðfylgjandi eru framkvæmdalýsing og skýringaruppdrættir.
Skipulagsráð samþykkir erindið með fyrirvara um samþykki Landsnets vegna nálægðar við Hólasandslínu 1 og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

13.Sambíó Akureyri - fyrirspurn varðandi ljósaskilti

Málsnúmer 2023080806Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. ágúst 2023 þar sem Björn Ásberg Árnason f.h. Sambíóa Akureyri sækir um uppsetningu ljósaskiltis á vegg húss nr. 4 við Ráðhústorg. Umrætt skilti er 4,8x2,7 m að flatarmáli.

Málið var áður á dagskrá skipulagsráðs þann 13. september sl. og var afgreiðslu frestað.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu.

14.Aðalstræti 9 - fyrirspurn til skipulagsráðs

Málsnúmer 2023100280Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2023 þar sem Haraldur Sigmar Árnason f.h. Valgerðar Stefánsdóttur sækir um breytta notkun á hluta húss nr. 9 við Aðalstræti. Fyrirhugað er að breyta herbergi á fyrstu hæð í nuddstofu.

Meðfylgjandi er afstöðumynd.
Skipulagsráð samþykkir að grenndarkynna áformin skv. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Grenndarkynnt skal fyrir lóðarhöfum Aðalstræti 7, 8, 10 og 12.

Ákvörðunin er fullnaðarafgreiðsla með vísan til 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 og 37. gr. samþykktar um stjórn og fundarsköp Akureyrarbæjar nr. 1674/2021.

15.Bjarkarlundur 2 - auglýsing lóðar

Málsnúmer 2023010134Vakta málsnúmer

Á fundi skipulagsráðs þann 10. janúar sl. var samþykkt að auglýsa lóð nr. 2 við Bjarkarlund lausa til úthlutunar í samræmi við reglur Akureyrarbæjar um úthlutun lóða. Lögð er fram tillaga um að lóðin verði auglýst með sömu úthlutunarskilmálum og hafa verið samþykktir fyrir lóðir í Holtahverfi norður og 2. áfanga Móahverfis.
Skipulagsráð leggur til við bæjarráð að það samþykki að lóð nr. 2. við Bjarkarlund verði úthlutað eftir útboðsleið með lágmarksverði í samræmi við fyrirliggjandi skilmála.

16.Umhverfis- og loftslagsstefna Akureyrarbæjar 2022-2030

Málsnúmer 2022060764Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar og umræðu sjötti kafli í umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður úrgangsmála hjá Akureyrarbæ sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Skipulagsráð samþykkir að bæta kafla um umgengni og þrifnað utanhúss við umhverfis- og loftslagsstefnuna og vísar honum til bæjarstjórnar til samþykktar.

17.Hvítbók um skipulagsmál - umsagnarbeiðni

Málsnúmer 2023091039Vakta málsnúmer

Lögð fram til umræðu Hvítbók um skipulagsmál - drög að landsskipulagsstefnu til 15 ára og aðgerðaáætlun til fimm ára ásamt umhverfismatsskýrslu sem eru í kynningar- og umsagnarferli á vegum innviðaráðuneytis. Umsagnarfrestur er veittur til 31. október nk.
Skipulagsráð felur skipulagsfulltrúa að vinna drög að umsögn í samræmi við umræður á fundinum og leggja fyrir næsta fund ráðsins.

18.Ytri-Varðgjá - umsagnarbeiðni fyrir skipulagslýsingu íbúðarsvæðis

Málsnúmer 2023091612Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2023 þar sem Eyjafjarðarsveit óskar eftir umsögn um skipulagslýsingu fyrir íbúabyggð í landi Ytri-Varðgjár.

Meðfylgjandi er deiliskipulagslýsing.
Skipulagsráð gerir ekki athugasemdir við framlagða skipulagslýsingu.

19.Svæðisskipulag Eyjafjarðar - endurskoðun

Málsnúmer 2023100237Vakta málsnúmer

Erindi svæðisskipulagsnefndar Eyjafjarðar dagsett 4. október 2023 þar sem óskað er eftir umræðu í skipulagsráði um endurskoðun og framtíð svæðisskipulags Eyjafjarðar.
Frestað til næsta fundar.

20.Glerárgata 7 - stjórnsýslukæra

Málsnúmer 2023100311Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar kæra Pacta lögmanna ehf. dagsett 6. október 2023 til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála vegna breytingar á deiliskipulagi miðbæjar vegna áforma á lóð nr. 7 við Glerárgötu.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa

Málsnúmer 2022010178Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 935. fundar, dagsett 28. september 2023, með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum og er að finna á heimasíðu Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:55.