Umhverfis- og mannvirkjaráð

138. fundur 02. maí 2023 kl. 08:15 - 11:00 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Þórhallur Harðarson
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Gunnar Már Gunnarsson B-lista boðaði forföll fyrir sig og varamann sinn.

1.Óshólmanefnd 2022 - 2026

Málsnúmer 2022080342Vakta málsnúmer

Fundargerð óshólmanefndar dagsett 4. apríl 2023 lögð fram til kynningar. https://www.akureyri.is/is/stjornkerfi/stjornsysla/fundargerdir/Osholmanefnd

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpmála sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að hafa samband við hlutaðeigandi og afla upplýsinga um næstu skref í samræmi við umræður á fundinum með það í huga að stilla hæð þröskulds í Brunná til að endurheimta votlendi eins og kostur er.

2.Bílastæðasjóður - framkvæmdir 2023

Málsnúmer 2023041172Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. apríl 2023 varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir bílastæðasjóðs árið 2023.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur starfsmönnum umhverfis- og mannvirkjasviðs að vinna málin áfram miðað við umræður á fundinum.

3.Kirkjutröppur - endurbætur

Málsnúmer 2021011641Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. apríl 2023 varðandi opnun tilboða í framkvæmdir við kirkjutröppurnar á Akureyri.

Sigurður Gunnarsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.

Þórhallur Harðarsson D-lista bar upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Vék hann af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir að ganga til samninga við Lækjarsel ehf. á grundvelli tilboðs þeirra.

4.Hlíðarfjallsvegur - niðurfelling hluta vegar af vegaskrá

Málsnúmer 2023040650Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Vegagerðarinnar dagsett 17. apríl 2023 þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða niðurfellingu kafla Hlíðarfjallsvegar milli Rangárvalla og Hrímlands.

Tómas Björn Hauksson verkefnastjóri nýframkvæmda og viðhalds gatna sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð telur að Síðubraut sé fyrsta gata í þéttbýli en ekki Hrímland og vísar málinu til bæjarráðs til frekari umræðu og afgreiðslu.

5.Yfirferð á viðhaldi fasteigna

Málsnúmer 2023041173Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 28. apríl 2023 varðandi fyrirhugað viðhald á nokkrum eignum.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.

6.Þórsstúka

Málsnúmer 2023041331Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 27. apríl 2023 varðandi aðstöðu rafíþróttadeildar í stúku Þórs.

Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð vísar málinu til fræðslu- og lýðheilsuráðs vegna framkvæmdaáætlunar 2024.

7.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samþykkt um meðhöndlun úrgangs í Akureyrarbæ og drög að reglum um djúpgáma.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 11:00.