Umhverfis- og mannvirkjaráð

131. fundur 17. janúar 2023 kl. 08:15 - 11:15 Fundarherbergi UMSA
Nefndarmenn
  • Andri Teitsson formaður
  • Inga Dís Sigurðardóttir
  • Hildur Brynjarsdóttir
  • Ingimar Eydal
  • Jana Salóme I. Jósepsdóttir
  • Jón Hjaltason áheyrnarfulltrúi
  • Sindri Kristjánsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar
  • Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri ritaði fundargerð
  • Anton Bjarni Bjarkason fulltrúi ungmennaráðs
Fundargerð ritaði: Ketill Sigurður Jóelsson verkefnastjóri
Dagskrá
Hildur Brynjarsdóttir D-lista sat fundinn í fjarveru Þórhalls Harðarsonar.
Ingimar Eydal B-lista sat fundinn í fjarveru Gunnars Más Gunnarssonar.

1.Sandgerðisbót - bygging íbúða

Málsnúmer 2020040029Vakta málsnúmer

Tilboð í hönnun og byggingu tveggja húsa í Dvergaholti 2 voru opnuð 5. janúar 2023.

Eitt tilboð barst frá SS Byggi ehf. að upphæð kr. 79.130.000.

Lögð fram drög að samningi.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir tilboð SS Byggis ehf. og samningsdrögin með þeim breytingum sem ræddar voru á fundinum.

2.Snjómokstur 2021-2023

Málsnúmer 2021101632Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar niðurstaða í dómsmáli nr. E-27/2022.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

3.Bandagerðisbrú - viðhald

Málsnúmer 2023010587Vakta málsnúmer

Kynning á ástandi og mögulegum viðgerðum á Bandagerðisbrú.

Jónas Valdimarsson verkefnastjóri hönnunar sat fundinn undir þessum lið.

4.Glerárdalur, Fossalækur - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vatnstöku

Málsnúmer 2022110738Vakta málsnúmer

Liður 24 í fundargerð skipulagsráðs dagsettri 14. desember 2022:

Erindi dagsett 16. nóvember 2022 þar sem Franz Viðar Árnason f.h. Fallorku og Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi til vatnstöku úr Fossalæk á Glerárdal. Fyrirhugað er að koma fyrir litlu inntaksmannvirki úr stáli. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.

Skipulagsráð samþykkir erindið og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Er afgreiðslan með fyrirvara um jákvæða umsögn Minjastofnunar Íslands og umhverfis- og mannvirkjaráðs Akureyrarbæjar sem fer með náttúruverndarmál á vegum bæjarins.

Jón Birgir Gunnlaugsson verkefnastjóri umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

Andri Teitsson L-lista og Hildur Brynjarsdóttir D-lista báru upp vanhæfi við afgreiðslu málsins og var það samþykkt. Véku þau af fundi undir umræðum og við afgreiðslu máls.
Umhverfis- og mannvirkjaráð gerir ekki athugasemd við vatnstöku úr Fossalæk. Ráðið leggur áherslu á að uppfyllt séu ákvæði úr gildandi samning milli Akureyrarbæjar og Fallorku varðandi tengingu á stíg undir bílabrú við Hlíðarbraut ásamt upplýsingaskiltum inná Glerárdal.

5.Úrgangsmál - fyrirkomulag og útboð

Málsnúmer 2022110167Vakta málsnúmer

Umræður og kynning á fyrirhuguðu útboði á sorphirðu.

Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sat fundin undir þessum lið.

6.Ábendingakerfi - kynning fyrir umhverfis- og mannvirkjaráði

Málsnúmer 2023010585Vakta málsnúmer

Kynning á virkni og ferli ábendingakerfis Akureyrarbæjar.

Fundi slitið - kl. 11:15.