Skipulagsráð

257. fundur 08. mars 2017 kl. 08:00 - 11:05 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Bjarki Jóhannesson skipulagsstjóri
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.

1.Holtahverfi, austan Krossanesbrautar - deiliskipulag

Málsnúmer 2016040101Vakta málsnúmer

Skipulagsnefnd samþykkti þann 11. maí 2016 að hefja vinnu við gerð deiliskipulags Holtahverfis og svæðisins austan Krossanesbrautar. Sviðsstjóri kynnti verkefnið.
Lagt fram til kynningar.

2.Austurbrú - útlit á kvistum

Málsnúmer 2017020111Vakta málsnúmer

Tekið er upp mál vegna útlits kvista á nýbyggingum við Austurbrú. Lagt fram minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs. Málið tekið upp að beiðni Edward Hákons Huijbens V-lista.
Helgi Snæbjarnarson L-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.


Edward H. Huijbens fulltrúi V-lista óskaði bókað að hann telur að skipulagsráð hafi gert mistök með því að samþykkja útlit húsa á Austurbrú 2-4 gegnum veitingu byggingarleyfis á fundi okkar 24. ágúst 2016. Í greinargerð með deiliskipulagi fyrir Drottningarbrautarreit stendur; ,,Nýbyggingar skulu taka mið af yfirbragði gömlu byggðarinnar hvað snertir stærðir og hlutföll, form og efnisval eftir því sem við á hvort sem um verður að ræða nútímalega byggingarlist eða byggingar í gömlum stíl" (bls. 3). Skýrt er einnig að ,,skipulagsnefnd skal meta þessa þætti sérstaklega við umfjöllun og afgreiðslu aðalteikninga" og hefur ráðið (áður nefnd) fulla heimild til að hafna þeim ef kröfur eru ekki uppfylltar (bls. 18).



Á opnum kynningarfundi í bænum 28. janúar 2016 var útlit húsanna kynnt með mæniskvistum. Þegar málið kom til afgreiðslu á lokuðum fundi skipulagsráðs þann 27. apríl 2016 hafði því útliti verið breytt. Ráðið óskaði skýringa og fékk hönnuði húsanna til að sannfæra sig um útlit þessara húsa og samþykkti breytingar í ágúst. Við nánari eftirgrennslan má ljóst vera að mæniskvistir einkenna þau hús sem þarna eru og víkur þessi breyting því óásættanlega frá yfirbragði svæðisins. Skipulagsráð hefur úrslita ákvörðunarvald um útlit húsanna skv. deiliskipulagsskilmálum og vill VG að skipulagsráð snúi við ákvörðun frá 24. ágúst 2016, jafnvel þó að það baki bænum einhverja bótaskyldu. Enda er um hús að ræða sem munu standa sem andlit bæjarins um áratuga skeið.


Meirihluti skipulagsráðs óskar bókað að deiliskipulag kveður ekki á um form kvista. Hlutfall og form húsanna taka mið af eldri byggð á svæðinu samanber minnisblað sviðsstjóra skipulagssviðs um málið, sem er fylgiskjal með fundargerð.

3.Lögreglusamþykk fyrir Akureyrarkaupstað - endurskoðun

Málsnúmer 2017020113Vakta málsnúmer

Tekið er til umræðu hvort þörf sé á að endurskoða lögreglusamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, m.a. hvað varðar umferð, númerslausa bíla og lagningu vinnuvéla í húsagötum.
Skipulagsráð beinir því til bæjarstjórnar að lögreglusamþykktin verði endurskoðuð.

4.Aðalstræti - umferðarmál

Málsnúmer 2016060166Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. júní 2016 frá Ingu Elísabetu Vésteinsdóttur þar sem hún fyrir hönd fleiri íbúa og verslunareigenda í Innbænum, leggur fram kröfu um að veruleg endurskipulagning verði gerð á umferðarskipulagi svæðisins.

Skipulagsráð tók málið fyrir 29. júní 2016 og fól skipulagsstjóra í samráði við framkvæmdadeild að skoða umferðarmál á svæðinu.

Skipulagsráð frestaði erindinu þann 15. febrúar 2017.
Skipulagsráð samþykkir tillögu íbúa um að Aðalstræti, á umræddum kafla, verði einstefna til suðurs og málið verði endurskoðað í september 2017.

5.Davíðshagi 2-4 - umsókn um breytingu á skipulagi

Málsnúmer 2017020135Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd SS Byggis ehf., kt. 620687-2519, sækir um breytingu á skipulagi fyrir lóðir nr. 2 og 4 við Davíðshaga, m.a. sameina bílakjallara, stækka bílastæðalóðir og gera sameiginlegt hús á leiksvæði. Meðfylgjandi er teikning eftir Harald S. Árnason og greinargerð.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi sem tekin verður til umfjöllunar í skipulagsráði en mælist til að ekki verði samfelld bílastæðaröð framan við Davíðshaga 2-4.

6.Davíðshagi 12 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2016120129Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf., kt. 490398-2529, sækja um:

1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.

2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².

3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1 m.

Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 8. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um íbúðagerðir bárust 13. febrúar 2017.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. febrúar að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.

Meðfylgjandi er nýtt erindi dagsett 22. febrúar 2017. Tvær tillögur eru lagðar fram, unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsettar 1. mars 2017 og merktar A og B.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit fyrir bílastæði og er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillaga A verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

7.Stekkjartún 32-34 - deiliskipulagsbreyting

Málsnúmer 2016100044Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 5. október 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., kt. 620616-1760, óskar eftir að heimilt verði að breyta deiliskipulagi fyrir lóð nr. 32-34 við Stekkjartún, meðal annars að fjölga íbúðum úr 20 í 22. Skipulagsnefnd tók jákvætt í stækkun stigahússins en hafnaði erindinu að öðru leyti á fundi 12. október 2016. Lagt fram bréf Ásgeirs M. Ásgeirssonar fyrir hönd Stekkjartúns 32 ehf., dagsett 20. janúar 2017.

Skipulagsráð frestaði afgreiðslu erindisins á fundi 25. janúar 2017.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Tillagan er dagsett 20. febrúar 2017 og unnin af Steinmari Rögnvaldssyni.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

8.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð númer 26 við Hafnarstræti. Skipulagsnefnd heimilaði umsækjanda þann 29. júní 2016 að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nýtt erindi barst dagsett 21. febrúar 2017, ný teikning barst 3. mars 2017.
Skipulagsráð heimilar umsækjanda að vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu, í samræmi við innsenda teikningu, sem auglýst verði skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

9.Jaðarstún - umsókn um úthlutun á óskipulögðu svæði

Málsnúmer 2017020102Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um úthlutun á óskipulögðu svæði við norðurenda Jaðarstúns. Meðfylgjandi er teikningar frá Landslagi ehf.
Samkvæmt Aðalskipulagi Akureyrar 2005-2018 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði. Ekki er ráðgert að breyta þeirri skilgreiningu við endurskoðun aðalskipulagisins og takmarka verslunarsvæði hverfisins.

Skipulagsráð hafnar því erindinu.

10.Merkigil 2 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017010200Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. janúar 2017 þar sem Hjálmar Pálsson leggur inn fyrirspurn um hvort byggja megi við hús nr. 2 við Merkigil. Meðfylgjandi er teikning og samþykki meðeigenda á lóð.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem breytingarnar eru ekki í samræmi við skipulag hverfisins.


Edward Hákon Huijbens V-lista yfirgaf fundinn kl. 10:00.

11.Spítalavegur 1 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017020059Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. febrúar 2017 þar sem Jón Kristján Ólason sækir um lóðarstækkun til norðurs á lóð nr. 1 við Spítalaveg. Meðfylgjandi er umboð frá Leonard Jóhannssyni og teikning eftir Harald S. Árnason.

Einnig er lagður fram vilji lóðareigenda Aðalstrætis 2 um sölu lóðarhluta til Spítalavegar 1.
Skipulagsráð frestar afgreiðslu málsins.

12.Goðanes 14 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020104Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2017 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd GK2017 ehf., kt. 460804-2210, sækir um lóð nr. 14 við Goðanes. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.

Einnig er óskað eftir breytingu á deiliskipulagi hvað varðar stækkun byggingarreits.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina en hafnar ósk um breytingu deiliskipulagsins. Deiliskipulagsskilmálar ásamt almennum byggingarskilmálum gilda.

13.Gránufélagsgata 4 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016100179Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 þar sem Sigurður Hafsteinsson, fyrir hönd Arnar Þórs Jónssonar, húseiganda, óskar eftir umsögn/áliti á drögum að byggingu við Gránufélagsgötu 4. Gert er ráð fyrir að á efri hæðum hússins verði gistirými/hótel. Meðfylgjandi eru myndir og teikningar.
Skipulagsráð telur erindið í samræmi við gildandi deiliskipulag miðbæjar.

14.Þórunnarstræti 114 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2012060091Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 13. febrúar 2017 þar sem Sigurður Hafsteinsson fyrir hönd Arnars Þórs Jónssonar, kt. 020571-4709, eiganda húss nr. 114 við Þórunnarstræti, spyrst fyrir um hvort leyfi fengist til að byggja fjórðu hæðina ofan á húsið, breyta notkun á 1. hæð og fjölga íbúðum. Sjá nánar í bréfi og á teikningum.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem deiliskipulag heimilar ekki fjölgun hæða og væri það einnig í ósamræmi við aðliggjandi byggð.

15.Hamarstígur 30 - umsókn um byggingarleyfi

Málsnúmer 2017020118Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Sæmundur Óskarsson fyrir hönd Svartra Fata ehf., kt. 690102-4550, sækir um byggingarleyfi fyrir hækkun og endurgerð þaks á húsi nr. 30 við Hamarstíg og breytingum innanhúss á 2. hæð. Klæða á húsið að utan, einangra, skipta um glugga og útihurðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Sæmund Óskarsson.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið og felur skipulagssviði að grenndarkynna byggingarleyfisumsóknina.

16.Sjafnargata 9 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020149Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 20. febrúar 2017 þar sem Birgir Snorrason fyrir hönd óstofnaðs einkahlutafélags sem Brauðgerð Kr. Fasteignir ehf., kt. 450106-1430, og Oddsmýri ehf., kt. 630702-2240, munu stofna um þetta verkefni og sækir um lóðina Sjafnargötu 9 eins og hún er skilgreind í fyrsta skipulagsuppdrætti, lóðarstærð 5.515 fermetrar með byggingarmagn upp á 2.206 fermetra.
Á fundi sínum 15. febrúar 2017 fól skipulagsráð sviðsstjóra skipulagssviðs að skoða þörf og væntingar til atvinnuhúsalóða og frestar afgreiðslu málsins þar til þeirri vinnu er lokið.

17.Þórunnarstræti - Austurbyggð 17 - framkvæmdaleyfi fyrir breytingu lagna

Málsnúmer 2017020083Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. febrúar 2017 þar sem Stefán H. Steindórsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna lagningar hitaveitulagna í nágrenni við dælustöð Norðurorku við Mímisbraut og dvalarheimilið Hlíð við Austurbyggð 17. Meðfylgjandi er mynd og afrit af samkomulagi milli Fasteigna Akureyrarbæjar og Norðurorku vegna hitaveitulagna við Hlíð.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda við hitaveitulagnir og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

18.Byggðavegur - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017020107Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2017 þar sem Vigfús Ingi Hauksson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna strenglagna í Byggðavegi, Kringlumýri, Löngumýri, Hrafnabjörgum og Ásvegi. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda strenglagna og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

19.Krókeyri - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017020109Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 17. febrúar 2017 þar sem Haraldur Jósefsson fyrir hönd Norðurorku hf., kt. 550978-0169, sækir um framkvæmdaleyfi vegna framkvæmda við dælustöð og lagnir við Krókeyri. Meðfylgjandi er skýringarmynd.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi gögn vegna framkvæmda við lagnir og dælustöð við Krókeyri og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

20.Réttarhvammur - Rangárvellir - umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir göngu- og hjólastíg

Málsnúmer 2016100020Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. febrúar 2017 þar sem Kristinn Magnússon f.h. umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrar og Norðurorku sækir um framkvæmdaleyfi fyrir nýjan göngu- og hjólreiðastíg upp að Rangárvöllum á opnu óbyggðu svæði norðan Hlíðarfjallsvegar, milli Réttarhvamms og Rangárvalla og með tengingu til norðurs að Giljahverfi.
Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við göngu- og hjólastíg og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands láta framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust svo skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með hvaða skilmálum. Óheimilt er að halda framkvæmdum áfram nema með skriflegu leyfi Minjastofnunar Íslands.

21.Tangabryggja - umsókn um framkvæmdaleyfi

Málsnúmer 2017020132Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. febrúar 2017 þar sem Pétur Ólafsson fyrir hönd Hafnasamlags Norðurlands, kt. 650371-2919, sækir um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu Tangabryggju 50 metra til suðurs eða að fóðurvörubryggjunni. Meðfylgjandi er skýringarmynd og samkomulag um kostnað milli Norðurorku og Hafnasamlagsins.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista tók ekki þátt í umræðu og afgreiðslu málsins.


Samkvæmt 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000 falla framkvæmdir á grunni skipulagsbreytingar í flokk C. Þær eru tilkynningarskyldar til leyfisveitanda, þ.e. Akureyrarkaupstaðar, sem ákvarðar hvort framkvæmdir skuli háðar mati á umhverfisáhrifum áður en framkvæmdaleyfi verður veitt.


Í samræmi við 6. gr. laga nr. 106/2000 hefur Akureyrarkaupstaður farið yfir tilkynningu framkvæmdaraðila. Niðurstaða er að lenging Tangabryggju sé ekki líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif, sbr. viðmið í 2. viðauka laga nr. 106/2000. Því skal framkvæmdin ekki háð mati á umhverfisáhrifum.

Samkvæmt 14. gr. laga nr. 106/2000 má kæra ákvörðunina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er til 18. apríl 2017.


Skipulagsráð hefur yfirfarið meðfylgjandi hönnunargögn vegna framkvæmda við lengingu Tangabryggju, sem er í samræmi við samþykkt aðal- og deiliskipulag, og samþykkir útgáfu framkvæmdaleyfisins á grundvelli 4. gr.- g "Samþykktar um skipulagsráð".

Eftirfarandi skilyrði setur skipulagsráð fyrir veitingu framkvæmdaleyfisins:

Framkvæmdir skulu vera í samræmi við 24. gr. Lögreglusamþykktar fyrir Akureyrarkaupstað en þar eru ákvæði um farmflutninga og hreinsun ökutækja áður en farið er inn á malbikaðar götur.

22.Efnisflutningur um útivistarstíg og reiðleið að Golfklúbbi Akureyrar

Málsnúmer 2016090144Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 22. september 2016 þar sem Helgi Már Pálsson fyrir hönd framkvæmdadeildar óskar eftir afstöðu skipulagsnefndar um afnot af göngu- og reiðleið til efnisflutninga að golfvelli.

Skipulagsnefnd samþykkti erindið 28. september 2016.

Hestamannafélagið Léttir óskar eftir hjáleið meðan á efnisflutningunum stendur.
Skipulagsráð fellst á að leið JVI á meðfylgjandi uppdrætti verði notuð sem hjáleið til bráðabirgða, eða þar til efnisflutningum verður lokið eða þörf verður á svæðinu fyrir kirkjugarð.

23.Möðruvallastræti 8 - umsókn um bílastæði

Málsnúmer 2016040204Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 16. febrúar 2017 þar sem Baldvin H. Sigurðsson leggur fram athugasemdir við leyfi fyrir fyrirhuguðu bílastæði við hús nr. 8 við Möðruvallastræti. Baldvin segir að hann ásamt öðrum íbúum í Möðruvallastræti 9 muni hafa færri bílastæði við þessa leyfisveitingu sem fyrirhuguð er.
Erindi frá eiganda Möðruvallarstrætis 8 þar sem óskað var eftir heimild til að bílastæði inni á lóð var afgreitt á afgreiðslufundi skipulagsstjóra 2. júní 2016. Skipulagsstjóri samþykkti erindið.


Skipulagsráð telur að afgreiðsla skipulagsstjóra á erindinu sé í samræmi við deiliskipulag.

Í greinargerð skipulags Menntaskólans á Akureyri og aðliggjandi íbúðarsvæði kemur fram að ef lóðareigendur óski eftir heimild til að gera bílastæði á lóð sinni er heimilt að fjarlægja langstæði meðfram götu vegna aðkomu að bílastæðum á lóð, án þess að gera þurfi breytingu á deiliskipulagi.


Skipulagsráð bendir íbúa jafnframt á að með því að gera bílastæði fyrir tvo bíla innan lóðar þá tekur aðkoma þeirra aðeins eitt stæði meðfram götu.

24.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 16. febrúar 2017. Lögð var fram fundargerð 620. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 9 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:05.