Málsnúmer 2016120129Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 28. nóvember 2016 þar sem B.E. Húsbyggingar ehf., kt. 490398-2529, sækja um:
1. Nýtingarhlutfall lóðar verði hækkað úr 0,69 í 1,0.
2. Lóðarstækkun sem nemur 7 bílastæðum eða 102,5 m².
3. Minniháttar breytingu á austari viðmiðunarkóta um 0,1 m.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 8. febrúar 2017. Nánari upplýsingar um íbúðagerðir bárust 13. febrúar 2017.
Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. febrúar að leggja fram tillögu að deiliskipulagsbreytingu.
Meðfylgjandi er nýtt erindi dagsett 22. febrúar 2017. Tvær tillögur eru lagðar fram, unnar af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi, dagsettar 1. mars 2017 og merktar A og B.