Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer
7. liður í fundargerð skipulagsráðs dagsett 10. maí 2017:
Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason f.h. Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsráð frestaði erindinu 15. og 29. mars og 12. apríl 2017.
Tillagan er dagsett 26. apríl 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi ehf. Núverandi hús verður rifið og byggð þrjú fjölbýlishús á lóðinni með 12 íbúðum hvert.
Skipulagsráð frestaði erindinu á fundi 26. apríl 2017.
Í gildandi deiliskipulagi Innbæjar er gerð krafa um 2 bílastæði á hverja íbúð og í miðbæ um 1 bílastæði á hverja íbúð. Skipulagsráð telur að 1 bílastæði á íbúð sé of lítið en samþykkir að þar sem uppbyggingarsvæðið er í jaðri miðbæjar að bílastæðakrafa fyrir lóðina verði 1,25 stæði á hverja íbúð. Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan þannig breytt verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.