Málsnúmer 2017010140Vakta málsnúmer
Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 29 við Strandgötu. Óskað er eftir að stækka tengibyggingu milli núverandi húss nr. 29 og reits fyrir nýbyggingu vestan þess. Hámarksvegghæð frá inngönguhæð viðbyggingar verði hækkuð úr 5,85 í 7,0 og þakhalla breytt til samræmis við núverandi hús. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 8. mars 2017 og unnin af Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu.
Viðbót við fyrra erindi barst 10. mars 2017 þar sem óskað er eftir fjölgun íbúða úr 1 í 5 í fyrirhugaðri viðbyggingu.
Formaður óskaði eftir að liður 9. Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun og liður 15. Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi verði teknir út af útsendri dagskrá og var það samþykkt.