Skipulagsráð

258. fundur 15. mars 2017 kl. 08:00 - 10:35 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Tryggvi Már Ingvarsson formaður
  • Helgi Snæbjarnarson
  • Ólína Freysteinsdóttir
  • Edward Hákon Huijbens
  • Sigurjón Jóhannesson
  • Jón Þorvaldur Heiðarsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Leifur Þorsteinsson staðgengill sviðsstjóra skipulagssviðs
  • Anna Bragadóttir verkefnastjóri skipulagsmála
  • Stefanía G Sigmundsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Stefanía Sigmundsdóttir fulltrúi
Dagskrá
Helgi Snæbjarnarson L-lista mætti í forföllum Evu Reykjalín Elvarsdóttur.
Formaður óskaði eftir að liður 9. Lækjargata 9a - umsókn um lóðarstækkun og liður 15. Drottningarbraut - umsókn um byggingarleyfi verði teknir út af útsendri dagskrá og var það samþykkt.

1.Hafnarstræti 80 - kynning á hótelbyggingu

Málsnúmer 2017030100Vakta málsnúmer

Norðurbrú ehf., kynnti fyrirhugaða byggingu hótels á lóð nr. 80 við Hafnarstræti. Halldór Jóhannsson og Sverrir Gestsson mættu frá Norðurbrú ásamt Fanneyju Hauksdóttur arkitekt og kynntu verkefnið.
Ólína Freysteinsdóttir S-lista sat kynninguna en tók ekki þátt í umræðum.

Skipulagsráð þakkar fyrir kynninguna.

2.Strandgata 29 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017010140Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 10. janúar 2017 þar sem Ingólfur Fr. Guðmundsson fyrir hönd Vesturkants ehf., kt. 541008-0630, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 29 við Strandgötu. Óskað er eftir að stækka tengibyggingu milli núverandi húss nr. 29 og reits fyrir nýbyggingu vestan þess. Hámarksvegghæð frá inngönguhæð viðbyggingar verði hækkuð úr 5,85 í 7,0 og þakhalla breytt til samræmis við núverandi hús. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 15. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 8. mars 2017 og unnin af Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu.

Viðbót við fyrra erindi barst 10. mars 2017 þar sem óskað er eftir fjölgun íbúða úr 1 í 5 í fyrirhugaðri viðbyggingu.
Tryggvi Már Ingvarsson lýsti sig vanhæfan í málinu og var það samþykkt. Vék hann af fundi við umræðu og afgreiðslu málsins.

Helgi Snæbjarnarson L-lista tók við stjórnun fundarins við afgreiðslu á þessum lið.

Skipulagsráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

3.Hafnarstræti 26 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016060147Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. júní 2016 þar sem Haraldur S. Árnason fyrir hönd Laxagötu ehf., kt. 481214-0680, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 26 við Hafnarstræti. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. mars 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 15. mars 2017 og unnin af Ómari Ívarssyni hjá Landslagi.
Skipulagsráð frestar erindinu.

4.Aðalstræti 19 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2016090131Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 21. september 2016 þar sem Ingólfur Guðmundsson fyrir hönd Björns Birgis Björnssonar sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir Aðalstræti 19. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 28. september 2016 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Skipulagsnefnd samþykkti á fundi 25. janúar 2017 að grenndarkynna tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Tillagan var grenndarkynnt frá 2. febrúar með athugasemdafresti til 3. mars 2017.

Tvær athugasemdir bárust:

1) Tryggvi Sveinsson, dagsett 13. febrúar 2017.

Ekki er gerð athugasemd við að reistur verði bílskúr en þá þarf aðgengi að vera frá Aðalstræti. Þó þarf það að vera tryggt að hann verði notaður sem slíkur en ekki túristaskúr. Aðkoma að lóðinni á að vera frá Aðalstræti. Óskað er eftir skýringum af hverju aðgengi er nú frá Duggufjöru.

2) Undirskriftalisti 8 íbúa við Aðalstræti, dagsettur 27. febrúar 2017.

Gerð er athugasemd við byggingu bílskúrs þar sem rekstur gistihúss í Aðalstræti 19 með 8-10 herbergjum og þeirri bílaumferð sem því fylgir, þá er ekki pláss fyrir bílskúr á lóðinni. Að lágmarki þurfa að vera 6 bílastæði. Áhyggjur er uppi um að fyrirhuguð bygging verði nýtt sem aukið gistirými sem enn myndi auka þörf fyrir bílastæði. Verði samt sem áður þessi breyting leyfð er gerð sú krafa að ekki geti verið gistirými í byggingunni. Grenndarkynningin tekur ekki til Aðalstrætis 28 sem þó verður fyrir óþægindum vegna starfseminnar.

Íbúar Aðalstrætis 28 var sýnd grenndarkynningin af nágrönnum og skrifuðu einnig undir undirskriftalistann.
Helgi Snæbjarnarson L-lista bar upp vanhæfi sitt og var því hafnað.

Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra skipulagssviðs að gera tillögu að svörum við innkomnum athugasemdum í samræmi við umræður á fundinum.

5.Draupnisgata 2 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010565Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. janúar 2017 þar sem Rögnvaldur Harðarson fyrir hönd Johan Rönning hf., kt. 670169-5459, leggur inn fyrirspurn hvort leyfi fengist til að byggja viðbyggingu við hús nr. 2 við Draupnisgötu.

Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 1. febrúar 2017 og unnin af Rögnvaldi Harðarsyni hjá Rögg teiknistofu.
Einungis er um að ræða minniháttar stækkun á byggingarreit sem fyrir er, hækkun veggja langhliða og hækkun á nýtingarhlutfalli um 0,1. Þetta er breyting sem varðar Akureyrarkaupstað og lóðarhafa. Þess vegna leggur skipulagsráð til við bæjarstjórn að deiliskipulagstillagan verði samþykkt í samræmi við 2. málslið, 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og sviðsstjóra skipulagssviðs falið að annast gildistöku hennar.

6.Oddeyrargata 36 - umsókn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2017010515Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 26. janúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson f.h. Hilmars Gunnarssonar óskar eftir að fá að gera breytingu á deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar viðbyggingar norðan Oddeyrargötu 36. Skipulagsráð heimilaði umsækjanda þann 8. febrúar 2017 að leggja fram tillögu að breytingu á deiliskipulagi. Tillagan er dagsett 1. mars 2017 og unnin af Valþóri Brynjarssyni hjá Kollgátu. Lagðir fram minnispunktar sviðsstjóra skipulagssviðs.
Þar sem um óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi er að ræða samþykkir skipulagsráð að tillagan verði grenndarkynnt samkvæmt 2. málsgrein 43. greinar skipulagslaga nr. 123/2010.

Vegna ákvæða í deiliskipulagi svæðisins um samræmi viðbyggingar við útlit hússins og aðliggjandi byggð áskilur skipulagsráð sér rétt til að fjalla um útlitsteikningar af viðbyggingunni, og meta hvort þessi ákvæði um samræmi eru uppfyllt, og samræmis gætt við byggingarlistastefnu Akureyrar.

7.Glerárgata 7 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017020148Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Valþór Brynjarsson fyrir hönd Norðureigna ehf., kt. 461195-2029, sækir um breytingu á deiliskipulagi austan Glerárgötu 7. Óskað er eftir að akreinum verði hagrætt þannig að rútur hafi aðstöðu til að hleypa farþegum út við væntanlegt hótel. Meðfylgjandi er mynd.
Skipulagsráð felur skipulagssviði að skoða erindið með hliðsjón af vinnu með Vegagerðinni um öryggismál Glerárgötu.

8.Margrétarhagi 2 og Kristjánshagi 1 - umsókn um breytingu á deiliskipulagi

Málsnúmer 2017020141Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Tryggvi Tryggvason fyrir hönd Byggingarfélagsins Hyrnu ehf., kt. 710594-2019, sækir um breytingu á deiliskipulagi fyrir lóð nr. 2 við Margrétarhaga og lóð nr. 1 við Kristjánshaga. Sótt er um stækkun á lóðunum og að breyta/stækka byggingarreit á lóðinni Margrétarhagi 2 svo hægt sé að koma fyrir tveimur fjórbýlishúsum í stað raðhúss. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Tryggva Tryggvason.
Skipulagsráð hafnar erindinu þar sem eitt af markmiðum deiliskipulags Hagahverfis er að þar sé fjölbreytt úrval húsa og íbúðagerða.

9.Krókeyrarnöf 9 - umsókn um lóðarstækkun

Málsnúmer 2017030097Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2017 þar sem Sigríður Magnúsdóttir sækir um stækkun lóðar nr. 9 við Krókeyrarnöf í samræmi við deiliskipulagsbreytingu á reit nr. 28.
Skipulagsráð samþykkir umbeðna lóðarstækkun, sem er í samræmi við deiliskipulag lóðarinnar.

10.Súluvegur/Miðhúsabraut - fyrirspurn um lóð

Málsnúmer 2017030103Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 9. mars 2017 þar sem Helga Gunnarsdóttir, Helga Ragnarsdóttir og Aðalbjörg Jónsdóttir fyrir hönd Dýralæknaþjónustu Eyjafjarðar, kt. 550798-2049, óska eftir að skilgreind verði lóð fyrir starfsemi dýralæknaþjónustunnar á horni Miðhúsabrautar og Súluvegar.
Skipulagsráð felur skipulagsstjóra að skoða málið sem hluta af endurskoðun aðalskipulagsins.

11.Nökkvi - umsókn um fergingu lóðar

Málsnúmer 2017030089Vakta málsnúmer

Erindi móttekið 8. mars 2017 þar sem Þórir Guðmundsson fyrir hönd umhverfis- og mannvirkjasviðs Akureyrarbæjar, kt. 410169-6229, sækir um heimild til að setja farg á lóð Nökkva, landnúmer 173492, við Drottningarbraut. Meðfylgjandi eru teikningar.
Skipulagsráð samþykkir erindið en gerðar eru þær kröfur um frágang að ekki fjúki úr fargi og svæðið verði snyrtilegt ásýndar. Verkið verði unnið í samráði við Norðurorku þar sem um lóðina liggur frárennslislögn.

12.Hofsbót 4 - umsókn um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð

Málsnúmer 2017030099Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2017 þar sem Finnur Víkingsson og Kristján Víkingsson fyrir hönd VN fasteigna ehf., kt. 611107-0480, sækja um leyfi fyrir breytingum á 4. hæð í húsi nr. 4 við Hofsbót. Fyrirhugað er að útbúa þrjár íbúðir til útleigu á hæðinni. Meðfylgjandi er fyrirspurnarteikning og samþykki meðeigenda í húsinu.
Skipulagsráð telur að hugmyndir um íbúðir í húsinu séu í samræmi við deiliskipulag miðbæjarins og markmiðum þess að fjölga íbúum svæðisins.

13.Strandgata 13 - umsókn um byggingarleyfi fyrir breytingum á 2. hæð

Málsnúmer 2017020139Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 23. febrúar 2017 þar sem Þröstur Sigurðsson fyrir hönd AJS fasteigna ehf., kt. 420502-2570, sækir um byggingarleyfi fyrir breytingum á skipulagi á 2. hæð. Áætlað er að breyta hluta skrifstofu í íbúðir. Meðfylgjandi eru teikningar eftir Þröst Sigurðsson.
Skipulagsráð frestar erindinu þar sem ekki liggur fyrir umsögn frá Minjastofnun í samræmi við 6. gr. laga um húsafriðun nr. 104/2001, en húsið er byggt 1907.

14.Þórunnarstræti 123 - fyrirspurn

Málsnúmer 2016020159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 15. febrúar 2016 þar sem Edda Lára Guðgeirsdóttir fyrir hönd eigenda Þórunnarstrætis 123 sendir inn fyrirspurn um byggingu bílskúra á lóðinni Þórunnarstræti 123.

Skipulagnefnd tók erindið fyrir 18. febrúar 2016 og óskaði eftir frekari gögnum.

Innkomin yfirlýsing og skýringarmynd 24. febrúar 2017.
Skipulagsráð frestar erindinu og felur sviðsstjóra að ræða við umsækjendur.

15.Þingvallastræti 32 - fyrirspurn

Málsnúmer 2017030050Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 2. mars 2017 þar sem Helgi Valur Harðarson og Valdís Ösp Jónsdóttir leggja inn fyrirspurn hvort líklegt sé að leyfi fáist til að endurskipuleggja rými innanhúss m.a. til að fjölga herbergjum. Áætlað er líka að grafa út úr sökkli og stækka kjallararými ásamt því að setja útihurð á austurhlið kjallara. Meðfylgjandi eru skýringarmyndir.
Skipulagsráð tekur jákvætt í erindið.

16.Lundargata 1 - endurúthlutun lóðar

Málsnúmer 2017020159Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 24. febrúar 2017 þar sem Jakob Jónsson óskar eftir endurúthlutun á lóð nr. 1 við Lundargötu. Jakob fékk lóðina úthlutaða 2014 en lóðin féll aftur til bæjarins. Jakob telur sig ekki hafa fengið tilkynningu um þetta ferli.
Skipulagsráð getur ekki orðið við erindinu þar sem vinnu við rammahluta aðalskipulags er ekki lokið.

17.Halldóruhagi 6 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020171Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem VAR þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 6 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er staðfesting viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

18.Margrétarhagi 12 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017030098Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 6. mars 2017 þar sem Baldur Sigurðsson fyrir hönd Árness ehf., kt. 680803-2770, sækir um lóð nr. 12 við Margrétarhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

19.Halldóruhagi 8 - umsókn um lóð

Málsnúmer 2017020172Vakta málsnúmer

Erindi dagsett 28. febrúar 2017 þar sem VAR þróunarfélag ehf., kt. 610515-0370, sækir um lóð nr. 8 við Halldóruhaga. Meðfylgjandi er yfirlýsing viðskiptabanka.
Skipulagsráð samþykkir að veita umsækjanda lóðina. Skipulags- og byggingarskilmálar gilda.

20.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 23. febrúar 2017. Lögð var fram fundargerð 621. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

21.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 2. mars 2017. Lögð var fram fundargerð 622. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 7 liðum.
Lagt fram til kynningar.

22.Afgreiðslur byggingarfulltrúa 2017

Málsnúmer 2017010027Vakta málsnúmer

Fundargerð dagsett 9. mars 2017. Lögð var fram fundargerð 623. fundar með fullnaðarafgreiðslum erinda. Fundargerðin er í 5 liðum.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 10:35.