Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3471. fundur - 11.09.2015

Rætt um stöðu mála varðandi boð Akureyrarbæjar til að taka á móti flóttamönnum.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur samfélags- og mannréttindaráði að stofna starfshóp vegna verkefnisins með aðkomu m.a. skólanefndar og velferðarráðs.

Velferðarráð - 1214. fundur - 16.09.2015

Rætt um stöðu mála varðandi boð Akureyrarbæjar til að taka á móti flóttamönnum. Formaður samfélags- og mannréttindaráðs óskaði eftir tilnefningu í stýrihóp vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna til Akureyrar.
Velferðarráð tilnefnir Halldóru Kristínu Hauksdóttur í stýrihópinn.

Samfélags- og mannréttindaráð - 170. fundur - 17.09.2015

Lögð fram bókun bæjarráðs frá 11. september 2015:
"Rætt um stöðu mála varðandi boð Akureyrarbæjar til að taka á móti flóttamönnum.
Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur samfélags- og mannréttindaráði að stofna starfshóp vegna verkefnisins með aðkomu m.a. skólanefndar og velferðarráðs."
Ráðið tilnefnir formann ráðsins, Silju Dögg Baldursdóttur, til setu í hópnum.
Skólanefnd og velferðarráð tilnefna sína fulltrúa. Ráðið felur framkvæmdastjóra að kalla hópinn saman og vinna með honum.
Hópurinn kalli fleiri til liðs eftir þörfum.
Þegar hér var komið mættu Siguróli Magni Sigurðsson B-lista og Bergþóra Þórhallsdóttir D-lista á fundinn kl. 14:30, þegar umfjölllun um fyrstu tvo liði fundargerðarinnar var lokið.

Skólanefnd - 19. fundur - 05.10.2015

Skipaður hefur verið stýrihópur vegna móttöku flóttamanna til Akureyrar.
Skólanefnd leggur til að Anna María Hjálmarsdóttir verði fulltrúi skólanefndar í stýrihópnum.

Bæjarráð - 3476. fundur - 15.10.2015

Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttindaráðs mætti á fund bæjarráðs undir þessum lið og fór yfir stöðu mála.

Skólanefnd - 20. fundur - 19.10.2015

Anna María Hjálmarsdóttir fulltrúi skólanefndar í undirbúningshópi fyrir móttöku flóttamanna fór yfir stöðuna í undirbúningsvinnunni.

Bæjarráð - 3480. fundur - 29.10.2015

Silja Dögg Baldursdóttir formaður samfélags- og mannréttingaráðs og Sigríður Stefánsdóttir framkvæmastjóri samfélags- og mannréttindadeildar mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið og fóru yfir stöðu mála.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá ráðningu verkefnisstjóra vegna móttöku flóttamanna.

Samfélags- og mannréttindaráð - 173. fundur - 05.11.2015

Formaður og framkvæmdastjóri gerðu grein fyrir stöðu mála varðandi móttöku flóttamanna.

Velferðarráð - 1219. fundur - 18.11.2015

Velferðarráð ræddi stöðuna er varðar móttöku flóttamannanna. Anna Lilja Björnsdóttir verkefnisstjóri velferðarstefnu sat fundinn undir þessum lið.

Skólanefnd - 23. fundur - 30.11.2015

Logi Már Einarsson formaður skólanefndar og Anna María Hjálmarsdóttir fulltrúi skólanefndar í undirbúningshópnum fóru yfir stöðuna, en Akureyrarbær hefur samþykkt að taka á móti 23 flóttamönnum.
Umræður.

Bæjarráð - 3492. fundur - 28.01.2016

Lagt fram erindi dagsett 12. janúar 2016 frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er tilnefninga í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks 2016. Skipað er í samráðshópinn til eins árs. Óskað er eftir tilnefningum tveggja fulltrúa af hálfu Akureyrarkaupstaðar í samráðshópinn.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra og Sigríði Stefánsdóttur framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar sem aðalmenn og Kristínu Sóleyju Sigursveinsdóttur verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks og Karl Guðmundsson verkefnastjóra sem varamenn.

Einnig samþykkir bæjarráð stofnun bakhóps innan bæjarkerfisins sem hefur það verkefni að styðja verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks. Í samræmi við fyrirliggjandi drög að erindisbréfi verður bakhópurinn skipaður framkvæmdastjórum samfélags- og mannréttindadeildar, fjölskyldudeildar og skóladeildar sem mest koma að málum flóttafólks og aðstoðarmanni bæjarstjóra.

Samfélags- og mannréttindaráð - 178. fundur - 28.01.2016

Þann 19. janúar sl. komu 23 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar og bættust við íbúa bæjarins. Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi, móttöku og verkefnum á næstunni. Einnig greint frá tilnefningu í samráðshóp um verkefnið og skipulagi starfs innan bæjarkerfisins og við samstarfsaðila.

Bæjarráð - 3499. fundur - 23.03.2016

Lagt fram erindi dagsett 10. mars 2016 frá bakhópi sem starfar innan Akureyrarbæjar vegna móttöku flóttamanna.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi vegna húsaleigu flóttamanna þannig að hún falli undir félagslegar íbúðir bæjarins sem er í samræmi við verklag annarra sveitarfélaga við móttöku flóttamanna. Kostnaður vegna þessa er áætlaður 2,5 milljónir króna á árinu 2016. Gerð viðauka er frestað og vísað til aðgerðarhóps um framtíðarrekstur bæjarins.

Bæjarráð - 3507. fundur - 26.05.2016

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir verkefnasjóri vegna móttöku flóttafólks mættu á fund bæjarráðs og sögðu frá stöðunni varðandi aðlögun flóttafólksins sem Akureyrarbær tók á móti í vetur.
Bæjarráð þakkar Kristínu Sóleyju og Katrínu Björgu fyrir kynninguna.

Bæjarráð - 3523. fundur - 29.09.2016

Lagt fram erindi frá bakhópi um móttöku flóttamanna dagsett 23. september 2016. Í erindinu kemur meðal annars fram að í mars sl. samþykkti bæjarráð að fela fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi vegna húsaleigu flóttamanna þannig að hún falli undir félagslegar íbúðir bæjarins sem er í samræmi við verklag annarra sveitarfélaga við móttöku flóttamanna. Kostnaður vegna þessa er áætlaður 2,5 milljónir króna á árinu 2016.

Bakhópur vegna móttöku flóttafólks óskar hér með eftir því að samkomulagið verði framlengt þannig að það gildi að minnsta kosti út árið 2017.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/fundargerdir/baejarrad/10189
Bæjarráð samþykkir að framlengja samkomulagið og vísar erindinu til gerðar fjárhagsáætlunar 2017.

Bæjarráð - 3530. fundur - 17.11.2016

Erindi dagsett 7. nóvember 2016 frá velferðarráðuneytinu þar sem kannaður er vilji Akureyrarbæjar til að taka að sér eina fjölskyldu til viðbótar við þær fjórar sem tekið var á móti fyrr á þessu ári. Kristín Sóley Sigursveinsdóttir verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð tekur vel í erindið og felur bæjarstjóra að ræða við velferðarráðuneytið.

Bæjarráð - 3546. fundur - 02.03.2017

Lagt fram erindi frá bakhópi um móttöku flóttafólks dagsett 22. febrúar 2017 varðandi húsnæðismál flóttafólks.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir verkefnastjóri vegna móttöku flóttafólks mættu á fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir erindi hópsins um að húsaleiga nýrrar fjölskyldu flóttafólks falli undir félagslegar íbúðir bæjarins. Kostnaður vegna þessa rúmast innan fjárhagsáætlunar.

Bæjarráð - 3592. fundur - 22.03.2018

Kristín Sóley Sigursveinsdóttir fyrrverandi verkefnastjóri móttöku flóttafólks fór yfir stöðu verkefnisins um móttöku flóttamanna.
Bæjarráð lýsir ánægju með framkvæmd á móttöku flóttafólks og þakkar verkefnastjóra, starfsmönnum, sjálfboðaliðum og öðrum bæjarbúum fyrir aðkomu að verkefninu.