Skólanefnd

23. fundur 30. nóvember 2015 kl. 13:30 - 15:27 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Logi Már Einarsson formaður
  • Kristján Ingimar Ragnarsson
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Áshildur Hlín Valtýsdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Anna María Hjálmarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Soffía Vagnsdóttir fræðslustjóri ritaði fundargerð
  • Hrafnhildur G Sigurðardóttir leikskólafulltrúi
  • Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri
Dagskrá
Eva Hrund Einarsdóttir D-lista boðaði forföll og Gunnar Gíslason sat fundinn í hennar stað.
Dagný Þóra Baldursdóttir fulltrúi L-lista boðaði forföll og Kristján Ingimar Ragnarsson mætti í hennar stað.
Preben Jón Pétursson fulltrúi Æ-lista boðaði forföll og Áshildur Hlín Valtýsdóttir mætti í hans stað.

1.Rekstur fræðslumála 2015

Málsnúmer 2015040087Vakta málsnúmer

Staða janúar - október 2015.
Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fór yfir stöðuna.

2.Fjárhagsáætlun fræðslumála 2016-2019

Málsnúmer 2015050243Vakta málsnúmer

Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á skóladeild fór yfir þær breytingar sem orðið hafa á fjárhagsáætlun 2016 og kynnti áætlun fyrir árin 2017-2019.
Lagt fram til kynningar.
Jónína Hauksdóttir fulltrúi leikskólastjóra vék af fundi kl. 15:00.

3.Sumarlokun leikskóla 2016-2017

Málsnúmer 2015110195Vakta málsnúmer

Hrafnhildur G. Sigurðardóttir leikskólafulltrúi á skóladeild gerði grein fyrir fyrirkomulagi á sumarlokunum leikskóla árin 2016 og 2017.
Skólanefnd samþykkir fyrirliggjandi áætlun um fyrirkomulag á sumarlokunum leikskóla árin 2016 og 2017.
Jafnhliða er skóladeild falið að leggja fyrir könnun til foreldra í upphafi árs 2016 um framtíðarsýn þeirra á sumarlokun.

4.Jafnréttisstefna Akureyrarbæjar 2015-2019

Málsnúmer 2015100143Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar og umsagnar.
Afgreiðslu frestað.

5.Rannsóknarleyfi í leik- og grunnskólum 2015-2016

Málsnúmer 2015090136Vakta málsnúmer

Kynnt beiðni frá þroska- og hegðunarstöð og Háskólanum í Reykjavík um þátttöku leikskóla á Akureyri í rannsókn sem ber heitið: Athugun á próffræðilegum eiginleikum íslenskrar útgáfu Kvíðamatskvarða leikskólabarna (PAS-R). Rannsóknin hefur verið samþykkt af vísindasiðanefnd.
Skólanefnd samþykkir þátttöku og vísar til viðmiðunarreglna um rannsóknir í leik- og grunnskólum Akureyrarbæjar.

6.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Logi Már Einarsson formaður skólanefndar og Anna María Hjálmarsdóttir fulltrúi skólanefndar í undirbúningshópnum fóru yfir stöðuna, en Akureyrarbær hefur samþykkt að taka á móti 23 flóttamönnum.
Umræður.

Fundi slitið - kl. 15:27.