Velferðarráð

1214. fundur 16. september 2015 kl. 14:00 - 18:15 Fundarsalur á 2. hæð í Glerárgötu 26
Nefndarmenn
  • Sigríður Huld Jónsdóttir formaður
  • Guðlaug Kristinsdóttir
  • Svava Þórhildur Hjaltalín
  • Valur Sæmundsson
  • Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri
  • Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri
  • Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri
  • Kolbeinn Aðalsteinsson fundarritari
Fundargerð ritaði: Kolbeinn Aðalsteinsson
Dagskrá
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista mætti í forföllum Halldóru Kristínar Hauksdóttur.
Róbert Freyr Jónsson L-lista var fjarverandi og varamaður mætti ekki í hans stað.

1.Fjárhagsaðstoð 2015

Málsnúmer 2015010058Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir veitta fjárhagsaðstoð fyrstu átta mánuði ársins.

2.Verkefnastjóri tómstunda og íþrótta fyrir fatlað fólk á Akureyri

Málsnúmer 2015090062Vakta málsnúmer

Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar og Hlynur Már Erlingsson verkefnastjóri búsetudeildar kynntu hugmynd að ráðningu verkefnastjóra sem hefði það hlutverk að þróa tómstundir og íþróttir fyrir fatlað fólk á Akureyri. Lagt er til að verkefnastjórinn heyri undir samfélags- og mannréttindadeild og að 50% staða verkefnastjóra félagslegrar liðveislu á búsetudeild myndi renna saman við þetta nýja starf.
Velferðarráð samþykkir að umsjón félagslegrar liðveislu og 50% staða verkefnastjóra færist til samfélags- og mannréttindadeildar. Velferðarráð leggur áherslu á að ef um 100% stöðu verður að ræða að tryggt sé að hlutverk verkefnastjóra verði þjónusta við fatlað fólk óháð því hvort það sé með félagslega liðveislu eða ekki.

3.Velferðarráð - framkvæmdayfirlit 2015-2018

Málsnúmer 2015090073Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Karólína Gunnarsdóttir þjónustustjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram yfirlit yfir framkvæmdaþörf næstu ára og forgangsröðun þeirra.
Velferðarráð samþykkir að senda framkvæmdayfirlitin áfram til bæjarráðs og afrit til Fasteigna Akureyrarbæjar.

4.Velferðarráð - fjárhagsáætlun 2016

Málsnúmer 2015080062Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnisstjóri búsetudeildar, Guðrún Ólafía Sigurðardóttir framkvæmdastjóri og Bryndís Dagbjartsdóttir skrifstofustjóri fjölskyldudeildar og Halldór Sigurður Guðmundsson framkvæmdastjóri ÖA lögðu fram fjárhagsáætlun 2016 til umræðu.
Velferðarráð samþykkir að gjaldskrá 2016 fyrir heimaþjónustu verði kr. 1.200 fyrir almenn heimilistörf og kr. 1.150 fyrir heimsendan mat. Fjárhagsáætlunum er vísað áfram til næsta fundar.
Guðlaug Kristinsdóttir B-lista yfirgaf fundinn.

5.Búsetustefna - framkvæmd 2015

Málsnúmer 2015050119Vakta málsnúmer

Soffía Lárusdóttir framkvæmdastjóri og Anna Marit Níelsdóttir verkefnastjóri búsetudeildar lögðu fram minnisblað dagsett 16. september 2015 um þróun búsetuþjónustunnar og tillögur að skipulagsbreytingum.
Velferðarráð samþykkir að breyta stöðu verkefnisstjóra yfir í forstöðumann stoðþjónustu. Lagðar voru fram fimm aðrar tillögur sem allar voru samþykktar.
Guðrún Karitas Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi Æ-lista yfirgaf fundinn.

6.Velferðarstefna 2014-2018

Málsnúmer 2015010191Vakta málsnúmer

Rætt um stofnun stýrihóps um gerð velferðarstefnu fyrir Akureyrarkaupstað.
Velferðarráð tilnefnir formann velferðarráðs í stýrihópinn.

7.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Rætt um stöðu mála varðandi boð Akureyrarbæjar til að taka á móti flóttamönnum. Formaður samfélags- og mannréttindaráðs óskaði eftir tilnefningu í stýrihóp vegna fyrirhugaðrar móttöku flóttamanna til Akureyrar.
Velferðarráð tilnefnir Halldóru Kristínu Hauksdóttur í stýrihópinn.

Fundi slitið - kl. 18:15.