Bæjarráð

3492. fundur 28. janúar 2016 kl. 08:30 - 12:00 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Silja Dögg Baldursdóttir
  • Gunnar Gíslason
  • Margrét Kristín Helgadóttir
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Fundargerð ritaði: Dagný Magnea Harðardóttir skrifstofustjóri Ráðhúss
Dagskrá
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista mætti í forföllum Matthíasar Rögnvaldssonar.

1.Íbúalýðræði og gagnsæ stjórnsýsla

Málsnúmer 2015020002Vakta málsnúmer

Andrea Sigrún Hjálmsdóttir, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Albertína Friðbjörg Elíasdóttir fulltrúar í vinnuhópi um íbúalýðræði og gagnsæja stjórnsýslu hjá Akureyrarbæ mættu á fund bæjarráðs og kynntu tillögur vinnuhópsins.

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð þakkar þeim Andreu Sigrúnu, Guðmundi Heiðari og Albertínu Friðbjörgu fyrir kynninguna og felur vinnuhópnum að vinna að útfærslum á tillögunum í samræmi við umræður á fundinum.
Silja Dögg Baldursdóttir L-lista sat hluta af umræðu 1. liðar dagskrár, en vék af fundi kl. 09:57.

2.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi dagsett 12. janúar 2016 frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er tilnefninga í samráðshóp vegna móttöku flóttafólks 2016. Skipað er í samráðshópinn til eins árs. Óskað er eftir tilnefningum tveggja fulltrúa af hálfu Akureyrarkaupstaðar í samráðshópinn.
Bæjarráð samþykkir að tilnefna Eirík Björn Björgvinsson bæjarstjóra og Sigríði Stefánsdóttur framkvæmdastjóra samfélags- og mannréttindadeildar sem aðalmenn og Kristínu Sóleyju Sigursveinsdóttur verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks og Karl Guðmundsson verkefnastjóra sem varamenn.

Einnig samþykkir bæjarráð stofnun bakhóps innan bæjarkerfisins sem hefur það verkefni að styðja verkefnastjóra vegna móttöku flóttafólks. Í samræmi við fyrirliggjandi drög að erindisbréfi verður bakhópurinn skipaður framkvæmdastjórum samfélags- og mannréttindadeildar, fjölskyldudeildar og skóladeildar sem mest koma að málum flóttafólks og aðstoðarmanni bæjarstjóra.

Fundi slitið - kl. 12:00.