Málsnúmer 2012090152Vakta málsnúmer
1. liður í fundargerð fræðslunefndar dagsett 12. október 2015:
Námsstyrkjasjóður sérmenntaðra starfsmanna - umræða um stöðu sjóðsins.
Fræðslunefnd ályktar um stöðu Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna.
Um áramótin 2008-2009 var ákveðið að gera tímabundið hlé á fjárveitingu í Námsstyrkjasjóð sérmenntaðra starfsmanna. Fræðslunefnd hefur árlega frá árinu 2010 óskað eftir að fjármagni verði veitt í sjóðinn.
Í Samþykkt um styrki til námsleyfa sérmenntaðra starfsmanna Akureyrarbæjar segir í 1. gr.: Bæjarstjórn Akureyrar vill með samþykkt þessari stuðla að því að efla menntun og þekkingu sérmenntaðra starfsmanna sinna.
Fræðslunefnd ítrekar erindi sitt og skorar á bæjarráð að veita að nýju fjármagni til Námsstyrkjasjóðs sérmenntaðra starfsmanna í fjárhagsáætlun fyrir árið 2016.
Halla Margrét Tryggvadóttir starfsmannastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið ásamt Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra.