Samfélags- og mannréttindaráð

178. fundur 28. janúar 2016 kl. 10:00 - 11:45 Fundarherbergi á 2. hæð í Rósenborg
Nefndarmenn
  • Silja Dögg Baldursdóttir formaður
  • Dagbjört Elín Pálsdóttir
  • Siguróli Magni Sigurðsson
  • Bergþóra Þórhallsdóttir
Starfsmenn
  • Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála
  • Sigríður Stefánsdóttir framkvæmdastjóri samfélags- og mannréttindadeildar ritaði fundargerð
Dagskrá
Dagbjört Pálsdóttir S-lista sat fundinn í forföllum Eiðs Arnars Pálmasonar.
Vilberg Helgason V-lista og Hlín Garðarsdóttir áheyrnarfulltrúi, Æ-lista boðuðu forföll og varamenn mættu ekki í þeirra stað.

1.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - félagsstarf

Málsnúmer 2016010179Vakta málsnúmer

Lagður var fram til kynningar upplýsingabæklingur um félagsstarf fyrir eldri borgara og starf á Punktinum á fyrri hluta árs 2016.

Bæklingurinn var borinn í hvert hús á Akureyri í ársbyrjun.

Einnig var rætt um breytingar á félagsstarfi í Víðilundi og rekstarkostnað sem bætist við vegna húsnæðis í Víðilundi þegar dagþjónusta fyrir aldraða er flutt á Hlíð. Aðeins er reiknað með hluta af þessum kostnaði í samþykktri fjárhagsáætlun 2016.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.
Ráðið lýsir ánægju með útgáfu og dreifingu upplýsinga um félagsstarfið.

Forstöðumanni er falið að vinna áfram að leiðum til að bjóða upp á heitan mat í hádeginu í félagsmiðstöðinni í Víðilundi á sem hagstæðustu kjörum.

Ráðið óskar eftir aukafjárveitingu upp á kr. 2,6 milljónir til að mæta auknum rekstarkostnaði við yfirtöku húsnæðis í Víðilundi skv. meðfylgjandi yfirliti.

2.Fjárhagsáætlun 2016 - samfélags- og mannréttindaráð

Málsnúmer 2015090033Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar fyrir árið 2016 var samþykkt í bæjarstjórn 14. desember sl. Lögð var fram bókun bæjarstjórnar um áherslur við framkvæmd fjárhagsáætlunar. Þar eru ítrekuð tilmæli til stjórnenda um að gæta ýtrasta aðhalds. Einnig hefur bæjarráð sett af stað vinnu og aðgerðarhóp til að leita leiða til sparnaðar í samráði við embættismenn og stjórnendur.

Bergljót Jónasdóttir forstöðumaður tómstundamála sat fundinn undir þessum lið.

3.Netnotkun barna og unglinga

Málsnúmer 2015020146Vakta málsnúmer

Bergþóra Þórhallsdóttir greindi frá starfi í samstarfshópi um örugga netnotkun barna og ungmenna, m.a. frá ráðstefnu um málefnið, sem verið er að undirbúa. Samtaka hefur sótt um styrki vegna verkefnisins og þegar hafa tveir styrkir fengist.

4.Alþjóðastofa 2016

Málsnúmer 2016010178Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri greindi frá flutningi Alþjóðastofu úr Ráðhúsi í Rósenborg. Flutningur er vegna framkvæmda í Ráðhúsi. Framtíðarstaðsetning Alþjóðastofu verður metin í tengslum við reynslu af nýrri staðsetningu.

Einnig var lagður fram nýr upplýsingabæklingur Alþjóðastofu.

5.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - ýmis mál

Málsnúmer 2016010180Vakta málsnúmer

Framkvæmdastjóri sagði frá áframhaldandi samvinnu við búsetudeild á sviði félagslegrar liðveislu. M.a. verður starfsmaður áfram í Rósenborg með skrifstofu.

6.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Þann 19. janúar sl. komu 23 sýrlenskir flóttamenn til Akureyrar og bættust við íbúa bæjarins. Framkvæmdastjóri sagði frá undirbúningi, móttöku og verkefnum á næstunni. Einnig greint frá tilnefningu í samráðshóp um verkefnið og skipulagi starfs innan bæjarkerfisins og við samstarfsaðila.

7.KFUM og KFUK á Íslandi - erindi úr viðtalstíma bæjarfulltrúa

Málsnúmer 2015060073Vakta málsnúmer

Lögð var fram bókun úr 1. lið viðtalstíma bæjarfulltrúa 14. janúar 2016, sem bæjarráð vísaði til samfélags- og mannréttindaráðs á fundi 21. janúar. Í viðtalstímann mættu framkvæmdastjóri, formaður og gjaldkeri KFUM og KFUK til að ræða stuðning Akureyrarbæjar við starfið.
Ráðið mun skoða þetta erindi í tengslum við endurskoðun á styrkjum og samningum á vegum ráðsins sbr. 8. lið í fundargerð þessa fundar.

8.Samfélags- og mannréttindadeild 2016 - styrkir og samningar

Málsnúmer 2016010181Vakta málsnúmer

Lagðar voru fram upplýsingnar um núgildandi reglur og styrkveitingar og samninga, ásamt viðmiðum sem ráðið hefur notað til afgreiðslu mála. Einnig voru lagðar fram upplýsingar um fjármál og samninga sem nú eru í gildi, eða unnið að.
Ráðið mun halda vinnu við endurskoðun áfram og felur framkvæmdastjóra að taka saman og afla meiri upplýsinga. Ráðið leggur til að samhliða verði farið yfir reglur um styrkveitingar Akureyrarkaupstaðar frá 20. nóvember 2012.

Fundi slitið - kl. 11:45.