Bæjarráð

3507. fundur 26. maí 2016 kl. 08:30 - 12:37 Bæjarstjórnarsalur á 4. hæð í Ráðhúsi
Nefndarmenn
  • Guðmundur Baldvin Guðmundsson formaður
  • Logi Már Einarsson
  • Matthías Rögnvaldsson
  • Gunnar Gíslason
  • Preben Jón Pétursson
  • Sóley Björk Stefánsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri
  • Heiða Karlsdóttir fundarritari
Dagskrá

1.Menningarfélag Akureyrar - MAK

Málsnúmer 2016030110Vakta málsnúmer

Lagt fram minnisblað dagsett 25. maí 2016 frá þeim Þuríði Helgu Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra Menningarfélags Akureyrar og Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra Akureyrarbæjar um aðgerðir vegna stöðu Menningarfélagsins.

Þuríður Helga Kristjánsdóttir framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar, Sigurður Kristinsson formaður stjórnar og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri Akureyrarbæjar sátu fundi bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur Dan Jens Brynjarssyni fjármálastjóra að ganga frá samkomulagi við MAK um rekstrarframlag ársins. Jafnframt óskar bæjarráð eftir uppfærðri áætlun MAK sem lögð verði fyrir bæjarráð fyrir lok júní nk.

2.Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2017-2020 - fjárhagsáætlanaferli

Málsnúmer 2016050137Vakta málsnúmer

Unnið að gerð fjárhagsáætlanaferlis.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

3.Bæjarsjóður Akureyrar - yfirlit um rekstur 2016

Málsnúmer 2016040185Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit um rekstur aðalsjóðs frá janúar til apríl 2016.

Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sat fund bæjarráðs undir þessum lið.

4.Útleiga íbúðahúsnæðis til ferðamanna

Málsnúmer 2016050206Vakta málsnúmer

Rætt um útleigu á íbúðahúsnæði til ferðamanna.

Sædís Gunnarsdóttir verkefnastjóri, Inga Þöll Þórgnýsdóttir bæjarlögmaður og Dan Jens Brynjarsson fjármálastjóri sátu fund bæjarráðs undir þessum lið og kynntu málið.
Bæjarráð þakkar Sædísi, Ingu Þöll og Dan Jens fyrir kynninguna.

5.Móttaka flóttamanna

Málsnúmer 2015090017Vakta málsnúmer

Katrín Björg Ríkarðsdóttir aðstoðarmaður bæjarstjóra og Kristín Sóley Sigursveinsdóttir verkefnasjóri vegna móttöku flóttafólks mættu á fund bæjarráðs og sögðu frá stöðunni varðandi aðlögun flóttafólksins sem Akureyrarbær tók á móti í vetur.
Bæjarráð þakkar Kristínu Sóleyju og Katrínu Björgu fyrir kynninguna.

6.Hverfisráð Hríseyjar - fundargerð

Málsnúmer 2010020035Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar 99. fundargerð hverfisráðs Hríseyjar dagsett 23. maí 2016. Fundargerðina má finna á netslóðinni: http://www.akureyri.is/is/stjornkerfid/hverfisnefndir/hrisey/fundargerdir

Fundi slitið - kl. 12:37.