Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum 1. nóvember tímabundið tilraunaverkefni til að bæta lýðheilsu barnafjölskyldna, öryrkja og eldri borgara með lögheimili í sveitarfélaginu. Sérstök áhersla er á aukna samveru foreldra, barna og ungmenna undir 18 ára aldri. Markmiðið er einnig að skapa umhverfi sem hvetur til aukinnar hreyfingar og útiveru. Til að ná markmiðinu er barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið að kaupa Lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri gegn lægra gjaldi með möguleika að dreifa kostnaði á 12 mánuði.
Áheyrnarfulltrúar: Geir Kr. Aðalsteinsson formaður ÍBA og Thelma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Til að ná markmiðinu er barnafjölskyldum, eldri borgurum og öryrkjum með lögheimili í sveitarfélaginu boðið að kaupa Lýðheilsukort sem veitir ótakmarkaðan aðgang að Sundlaug Akureyrar, Hlíðarfjalli og Skautahöllinni á Akureyri gegn lægra gjaldi með möguleika að dreifa kostnaði á 12 mánuði. Stefnt er að því að kortin komi til sölu í nóvember 2022.
Bæjarstjórn felur bæjarráði að útfæra verkefnið nánar og samþykkja verðskrá.