Álagning gjalda - fasteignagjöld 2025

Málsnúmer 2024111111

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3871. fundur - 28.11.2024

Lögð fram tillaga að álagningu fasteignagjalda á árinu 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með þremur atkvæðum að vísa tillögu um álagningu fasteignagjalda 2025 til afgreiðslu bæjarstjórnar. Tillagan gerir ráð fyrir óbreyttri fasteignaskattsprósentu, að fasteignaskattur íbúðarhúsnæðis verði 0,31% af fasteignamati húsa og lóða, fasteignaskattur sjúkrastofnana, skóla, heimavista, leikskóla, íþróttahúsa og bókasafna verði 1,32% og fasteignaskattur af öðru húsnæði verði 1,63%.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista sitja hjá.

Bæjarráð - 3871. fundur - 28.11.2024

Lögð fram tillaga að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir með fjórum atkvæðum að vísa tillögu að reglum um afslátt elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignaskatti 2025 til umræðu og afgreiðslu í bæjarstjórn með þeim breytingum sem gerðar voru á fundum.


Hilda Jana Gísladóttur S-lista situr hjá.