Hrísey - helstu verkefni

Málsnúmer 2024100977

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 3552. fundur - 29.10.2024

Rætt um helstu verkefni Akureyrarbæjar í Hrísey.

Halla Björk Reynisdóttir kynnti.

Til máls tók Gunnar Már Gunnarsson og las upp sameiginlega bókun bæjarstjórnar.

Þá tóku til máls Ásrún Ýr Gestsdóttir, Hilda Jana Gísladóttir og Jón Hjaltason.
Tuttugu ár eru nú liðin frá því að íbúar Akureyrar og Hríseyjar samþykktu sameiningu sveitarfélaganna tveggja. Það er óhætt að segja að sameiningin hafi auðgað bæði samfélög. Mannlífið hefur blómstrað og samstarfið verið afskaplega gott allt frá upphafi. Ýmis verkefni á þessum tíma hafa stutt við blómlega byggð í Hrísey, s.s.: Ráðist var í uppbyggingu á íþróttahúsi og sundlaug, og þannig hefur Ungmennafélagið Narfi getað haldið úti öflugu starfi yfir vetrartímann. Staðinn hefur verið vörður um leik- og grunnskóla í Hrísey, og þannig hefur sveitarfélagið stutt við búsetu barnafólks. Með stuðningi sveitarfélagsins var lagður ljósleiðari út til eyjar og með tilkomu hans hafa atvinnumöguleikar aukist. Að endingu hefur sveitarfélagið staðið með íbúum þegar kemur að ferjusamgöngum, sem er lífæð samfélagsins. Framtíðin er björt og íbúaþróun jákvæð með lækkandi meðalaldri.