Hjúkrunarheimilið Hlíð - húsnæðismál

Málsnúmer 2023031362

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3804. fundur - 30.03.2023

Rætt um húsnæðismál hjúkrunarheimilisins Hlíðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Framkomnar upplýsingar um ástand húsnæðisins á Hlíð eru áhyggjuefni. Bæjarráð hvetur heilbrigðisyfirvöld til að vinna af kappi að lausn vandans sem þolir ekki bið. Ráðið lýsir yfir eindregnum samstarfsvilja við alla hlutaðeigandi til að koma að því að greiða úr stöðunni og felur bæjarstjóra og sviðsstjóra fjársýslusviðs að fylgja málinu eftir.

Bæjarráð - 3854. fundur - 27.06.2024

Umræða um stöðuna á húsnæðismálum hjúkrunarheimilisins.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið
Meirihluti bæjarráðs telur nauðsynlegt að klára eins fljótt og auðið er allar endurbætur og viðgerðir á húsnæðinu því ófært er að loka tugum hjúkrunarrýma á Hlíð þegar talsverð bið er eftir plássum þar. Meirihlutinn leggur á það höfuðáherslu að þessar framkvæmdir verði unnar hratt og örugglega. Okkur er það mikið kappsmál að allir búi við sem bestan aðbúnað og öryggi. En samkvæmt lögum er rekstur hjúkrunarheimila í landinu alfarið á ábyrgð ríkisins.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Sindri Kristjánsson S-lista og Sif Jóhannesar Ástudóttir V-lista óska bókað:

Mörg atriði hér gefa til kynna að hið opinbera, ríki og sveitarfélag, sé að valda töfum á þessu mikilvæga mál í karpi um krónur og aura, þó vissulega sé ekki um litlar upphæðir að ræða. Hér bitnar það mest á þeim sem síst skyldi, í þessu tilfelli öldruðum og hrumum einstaklingum sem eru í brýnni þörf fyrir pláss á hjúkrunarheimili sem og aðstandendum þeirra.

Bæjarráð - 3855. fundur - 11.07.2024

Lögð fram drög að samningi Akureyrarbæjar og Ríkissjóðs Íslands vegna hjúkrunarheimilisins Hlíðar.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Halla Björk Reynisdóttir forseti bæjarstjórnar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að ganga frá samningum við ríkið vegna yfirfærslu á eignarhaldi og uppgjörs á nauðsynlegu viðhaldi og endurbótum á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri miðað við fyrirliggjandi drög.