Gjaldskrár fræðslu- og lýðheilsusviðs 2024

Málsnúmer 2023100054

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 39. fundur - 09.10.2023

Lögð fram samþykktar drög að gjaldskrá fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir 2024. Lagt er til að almennt hækki gjaldskráin um 9%.


Áheyrnarfulltrúar: Aðalbjörn Hannesson fulltrúi foreldra leikskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Anna Bergrós Arnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Daníel Sigurður Eðvaldsson fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti framlagða tillögu að gjaldskrá fræðslu- og lýðheilsusviðs fyrir árið 2024 og vísar málinu áfram til bæjarráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 40. fundur - 23.10.2023

Lögð fram samþykktar drög að gjaldskrá Birtu og Sölku fyrir 2024.


Áheyrnarfulltrúi: Telma Ósk Þórhallsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir fyrir sitt leyti drög að gjaldskrá Birtu og Sölku fyrir árið 2024 og vísar málinu til bæjarráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 56. fundur - 12.08.2024

Gjaldskrár leikskólagjalda og skóla- og frístundagjalda sem taka gildi frá og með nýju skólaári voru lagðar fyrir ráðið til samþykktar. Leikskólagjaldskrá gildir frá 1. september 2024 og grunnskólagjaldskrá gildir frá 1. ágúst 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.

Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi B-lista sat hjá.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Liður 4 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. ágúst 2024:

Gjaldskrár leikskólagjalda og skóla- og frístundagjalda sem taka gildi frá nýju skólaári voru lagðar fyrir ráðið til samþykktar. Leikskólagjaldskrá gildir frá 1. september 2024 og grunnskólagjaldskrá gildir frá 1. ágúst 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagðar gjaldskrár og vísar þeim til samþykktar í bæjarráði.

Gunnar Már Gunnarsson fulltrúi B-lista situr hjá.


Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrárnar með þremur atkvæðum.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista og Hilda Jana Gísladóttir S-lista sitja hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista óska bókað:

Það er miður að lækkuð gjaldskrá taki ekki í gildi fyrir upphaf skóla, en þó gleðilegt að svo verði fljótlega, eða þann 1.september. Þó er vægast sagt óheppilegt að enn sé ekki á hreinu hvort að samkomulag hins opinbera og vinnumarkaðarins feli í sér að til standi að allt fæði og drykkur s.s. morgunverður, ávaxtaáskrift, mjólkuráskrift og síðdegishressing, verði gjaldfrjáls á þeim skólavetri sem senn er að hefjast, eða aðeins hádegisverður.