Gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur til foreldra 2024

Málsnúmer 2024080245

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 56. fundur - 12.08.2024

Lögð var fram ný gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur sveitarfélagsins til foreldra samhliða nýjum kjarasamningi Einingar-Iðju og sveitarfélaga sem tók gildi 1. apríl 2024. Í þjónustusamningi við dagforeldra er kveðið á um að kjör þeirra breytist í samræmi við grunnlaunaflokk 121. Hækkun á honum nemur 5,313%. Sá kostnaðarauki hækkar niðurgreiðslu sveitarfélagsins til dagforeldra og gjöld foreldra um sama hlutfall.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.
Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Liður 5 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 12. ágúst 2024:

Lögð var fram ný gjaldskrá dagforeldra og niðurgreiðslur sveitarfélagsins til foreldra samhliða nýjum kjarasamningi Einingar-Iðju og sveitarfélaga sem tók gildi 1. apríl 2024. Í þjónustusamningi við dagforeldra er kveðið á um að kjör þeirra breytist í samræmi við grunnlaunaflokk 121. Hækkun á honum nemur 5,313%. Sá kostnaðarauki hækkar niðurgreiðslu sveitarfélagsins til dagforeldra og gjöld foreldra um sama hlutfall.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Maríanna Kristín Ragnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara, Hulda Guðný Jónsdóttir fulltrúi grunnskólakennara og Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna.


Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir framlagða gjaldskrá og vísar henni til samþykktar í bæjarráði.


Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir gjaldskrána.