Bjarg íbúðafélag - stofnframlög, uppbygging á Akureyri 2022-2026

Málsnúmer 2024080354

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3857. fundur - 15.08.2024

Lagt fram erindi dagsett 8. ágúst 2024 frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun varðandi stofnframlag til Bjargs íbúðafélags vegna 32 íbúða við Langamóa 1-3 og 13-15. Stofnvirði íbúða skv. umsókn er kr. 1.591.646.593. Húsnæðis- og mannvirkjastofnun óskar staðfestingar Akureyrarbæjar á veitingu stofnframlags til Bjargs.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs sat fundinn undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir stofnframlag til Bjargs íbúðafélags fyrir 28 íbúðir til samræmis við deiliskipulag sem heimilar 28 íbúðir við Langamóa 1-3 og 13-15.


Sunna Hlín Jóhannesdóttir B-lista, Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Jón Hjaltason óháður óska bókað:

Við teljum að heppilegra hefði verið að hægt væri að samþykkja beiðni Bjargs íbúðafélags um 32 íbúðir, en ekki 28, líkt og meirihluti skipulagsráðs ákvað.