Ósk um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024

Málsnúmer 2024051277

Vakta málsnúmer

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 53. fundur - 27.05.2024

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs og Árni Konráð Bjarnason rekstrarstjóri á fræðslu- og lýðheilsusviði lögðu fram viðaukabeiðni vegna sérúrræða í grunnskólum Akureyrarbæjar fyrir haustið 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Pollý Rósa Brynjólfsdóttir fulltrúi grunnskólakennara, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Alexía María Gestsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Jóhanna María Agnarsdóttir fulltrúi grunnskólastjóra, Harpa Hjartardóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð vísar málinu til annarrar umræðu.

Fræðslu- og lýðheilsuráð - 54. fundur - 10.06.2024

Önnur umræða vegna óskar um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024.


Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 20.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Bæjarráð - 3853. fundur - 20.06.2024

Liður 3 í fundargerð fræðslu- og lýðheilsuráðs dagsettri 10. júní 2024:

Önnur umræða vegna óskar um viðauka vegna sérúrræða í grunnskólum haustið 2024.

Áheyrnarfulltrúar: Helena Kristín Gunnarsdóttir fulltrúi foreldra leikskólabarna, Helga Jónasdóttir fulltrúi foreldra grunnskólabarna, Anna Lilja Sævarsdóttir fulltrúi leikskólastjóra, Sóley Kjerúlf Svansdóttir fulltrúi leikskólakennara og París Anna Bergmann Elvarsdóttir fulltrúi ungmennaráðs.

Fræðslu- og lýðheilsuráð samþykkir að óska eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2024 að fjárhæð kr. 20.000.000 vegna málsins. Málinu er vísað til bæjarráðs.

Kristín Jóhannesdóttir sviðsstjóri fræðslu- og lýðheilsusviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun ársins 2024 vegna málsins og felur sviðsstjóra fjársýslusviðs að vinna viðaukann.