Lagður fram til afgreiðslu samningur við Menningarfélag Akureyrar um rekstur Leikfélags Akureyrar, Menningarhússins Hofs og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Er samningurinn gerður í kjölfar framlengingar á samstarfssamningi Akureyrarbæjar og ríkisins um menningarmál á Akureyri og gildir út árið 2024. Heildarframlög til grunnverkefna MAk verða á þessu ári 340 m.kr. Framlög til verkefnanna hækka um 40 m.kr. frá fyrra ári, þar sem 20 m.kr. koma af framlögum ríkisins og 20 m.kr. úr bæjarsjóði.
Sumarliði Helgason sviðsstjóri þjónustu- og skipulagssviðs og Þórgnýr Dýrfjörð forstöðumaður atvinnu- og menningarmála sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.