Fjárhagsáætlun 2024

Málsnúmer 2023081139

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 144. fundur - 29.08.2023

Lögð fram húsaleiguáætlun fyrir árið 2024.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir framlagða húsaleiguáætlun.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 145. fundur - 05.09.2023

Lagðar fram til umræðu gjaldskrár umhverfis- og mannvirkjasviðs.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 146. fundur - 19.09.2023

Gjaldskrár UMSA lagðar fyrir ráðið.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 147. fundur - 10.10.2023

Lagðar fram fjárhagsáætlannir, stöðuskýrslur og starfsáætlannir deilda UMSA.

Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar, Steindór Ívar Ívarsson forstöðumaður viðhalds og Rut Jónsdóttir forstöðumaður umhverfis- og sorpdeildar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð leggur til að talin verði upp fleiri verkefni tengd umhverfis- og loftslagsstefnu Akureyrarbæjar og Mannréttindastefnu Akureyrarbæjar í starfsáætlunum sviðsins og leggur til að farið verði yfir það á næsta fundi.


Umhverfis- og mannvirkjaráð tekur vel í fjárhagsáætlanir sviðsins og lýsir yfir ánægju með áætlað fjármagn í viðhald fasteigna og leiguíbúða Akureyrarbæjar. Ráðið leggur einnig til að rammi í 110 Götur og stígar hækki um 12% en ekki 6% vegna ýmissa þátta svo sem verðbólgu, launahækkana, uppsafnaðra viðhaldsþarfa, sjóvarna og stækkunar bæjarins.


Starfs- og fjárhagsáætlun verður áfram rædd á næsta fundi ráðsins þann 17. október 2023.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 148. fundur - 17.10.2023

Lagðar fram fjárhagsáætlanir, stöðuskýrslur og starfsáætlanir fyrir Slökkvilið Akureyrar, Hlíðarfjall, Bifreiðastæðasjóð Akureyrar, Umhverfis- og úrgangsmál, Fasteignir Akureyrarbæjar, Leiguíbúðir Akureyrar, Götur og stíga, Skrifstofu umhverfis- og mannvirkjasviðs, Umhverfismiðstöð og Strætisvagna Akureyrar.
Andri Teitsson L-lista og Einar Þór Gunnlaugsson M-lista samþykkja starfs- og fjárhagsáætlanir fyrir sitt leyti og vísa þeim til afgreiðslu í bæjarráði.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista sitja hjá.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir V-lista og Óskar Ingi Sigurðsson B-lista óska bókað:

Framkvæmdaáætlun liggur ekki fyrir og starfs- og fjárhagsáætlanir eru ekki fullgerðar í einhverjum tilfellum. Þess utan hefur ekki verið samþykkt aðgerðaáætlun í umhverfis- og loftslagsmálum og því erfitt að átta sig á því hvaða verkefnum á að sinna á næsta ári. Þar af leiðandi er varla hægt að taka afstöðu til starfs- og fjárhagsáætlana þegar heildarmyndin liggur enn ekki fyrir.

Bæjarráð - 3823. fundur - 19.10.2023

Lögð fram drög að fjárhags- og starfsáætlun umhverfis- og mannvirkjasviðs fyrir 2024.

Guðríður Friðriksdóttir sviðsstjóri umhverfis- og mannvirkjasviðs, Dóra Sif Sigrtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar umhverfis- og mannvirkjasviðs, Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið.
Bæjarráð vísar fjárhags- og starfsáætlun umhverfis- og mannvirkjaráðs til fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í bæjarstjórn.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 150. fundur - 07.11.2023

Framkvæmdaáætlun Akureyrarbæjar eftir fyrri umræðu í bæjarstjórn kynnt fyrir ráðinu.