Fjárhagsáætlun Akureyrarbæjar 2022 - athugasemdir EFS

Málsnúmer 2023100665

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 3823. fundur - 19.10.2023

Erindi dagsett 13. október 2023 frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga með ábendingum um ársreikning fyrir árið 2022. Eftirlitsnefndin leggur áherslu á að gerð verði útkomuspá fyrir árið 2023 sem grunnforsenda fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 og skilað til EFS þegar spáin liggur fyrir.

Dan Jens Brynjarsson sviðsstjóri fjársýslusviðs og Kristín Baldvinsdóttir forstöðumaður hagþjónustu og áætlanagerðar sátu fund bæjarráðs undir þessum lið. Þá sátu Halla Björk Reynisdóttir, Lára Halldóra Eiríksdóttir og Sunna Hlín Jóhannesdóttir undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað.
Lagt fram til kynningar.
Fylgiskjöl: