Fögnum þjóðhátíð á 80 ára afmæli lýðveldisins

Mynd frá hátíðarsvæðinu í Lystigarðinum 2023.
Mynd frá hátíðarsvæðinu í Lystigarðinum 2023.

Þjóðhátíðardagurinn 17. júní verður haldinn hátíðlegur í Lystigarðinum á Akureyri með formlegri dagskrá og fjölskylduskemmtun eins og verið hefur síðustu ár.

Blómabíllinn leggur af stað frá Naustaskóla kl. 11 árdegis og stansar við grunnskóla bæjarins. Gert er ráð fyrir að hann verði kominn að Lystigarðinum um kl. 12. Kort af akstursleið bílsins er að finna HÉR. Smellið á myndina til að stækka hana.

Skrúðganga Skátafélagsins Klakks og Lúðrasveitar Akureyrar leggur af stað frá Gamla húsmæðraskólanum við Þórunnarstræti kl. 12.30 og heldur suður í Lystigarð þar sem formleg hátíðarhöld fara fram. Kort af gönguleið er að finna HÉR.

Hátíðardagskrá í Lystigarðinum kl. 13.00-13.45

Kynnir þjóðhátíðarinnar er Sesselía Ólafsdóttir, leikkona og vandræðaskáld

  • Fánahylling
  • Lúðrasveit Akureyrar
  • Bænagjörð og blessun: Séra Hildur Eir Bolladóttir
  • Kór eldri borgara undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur
  • Fjallkonan Diljá María Jóhannsdóttir, nýstúdent frá MA
  • Ávarp forseta bæjarstjórnar, Höllu Bjarkar Reynisdóttur

Bókinni "Fjallkonan. Þú ert móðir vor kær" sem forsætisráðuneytið gefur út í samvinnu við Forlagið, og er gjöf til landsmanna, verður útdeilt á hátíðarsvæðinu meðan birgðir endast sem og 1.000 bollakökum, einnig í boði ráðuneytisins. Bókina má þar að auki nálgast án endurgjalds í Amtsbókasafninu og Sundlaug Akureyrar. Fjallkonan er þjóðartákn og í bókinni er kafað ofan í sögu fjallkonunnar og birt ávörp fjallkonunnar allt frá árinu 1947 ásamt úrvali þjóðhátíðarljóða. Í bókinni eru þýðingar m.a. á ensku og pólsku.

Dagskrá á MA-túninu og í Lystigarðinum frá kl. 14.00-17.00

  • Svavar Knútur
  • Dansatriði frá DSA Listdansskóla Akureyrar
  • Hljómsveitin Tómarúm
  • Birkir Blær
  • Dansatriði frá Dansskóla STEPS
  • Jónína Björt & Ívar Helga
  • Hoppukastalar
  • Villi vandræðaskáld
  • Andlitsmálning
  • Sölutjald frá Skátunum
  • Skátatívolí
  • Silli kokkur með matarvagn

Kort af hátíðarsvæðinu má sjá HÉR.

Sigling með Húna II kl. 17.00:
Komdu með í skemmtisiglingu með Húna II. Athugið að aðeins 80 farþegar komast í ferðina. Fyrstir koma, fyrstir fá. Siglt frá Fiskihöfn (austan við Hagkaup).

Bæjarbúar eru hvattir til að nota umhverfisvænar samgöngur að og frá hátíðarsvæðinu.

Viðburðurinn á Facebook.

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan