Grímseyingum fjölgar

Glænýir Grímseyingar í faðmi feðra sinna. Frá vinstri: Kristófer Sindri Pétursson og Bjarni Gylfason
Glænýir Grímseyingar í faðmi feðra sinna. Frá vinstri: Kristófer Sindri Pétursson og Bjarni Gylfason

Tveir nýir Grímseyingar litu dagsins ljós þann 19. maí síðastliðinn og jókst því fjöldi eyjaskeggja um 3%. Þau Júlía Ósk Ólafsdóttir og Kristófer Sindri Pétursson eignuðust sitt fyrsta barn sem var 15 marka drengur og síðar sama dag eignuðust þau Rannveig Vilhjálmsdóttir og Bjarni Gylfason 14 marka stúlku, sem er þeirra  fimmta barn. 

Grímseyingar voru 66, en eru í dag 68. Það er þriggja prósenta fjölgun íbúa á einum sólarhring - geri aðrir betur!

Við óskum nýbökuðum foreldrum innilega til hamingju!

 

Des Nóv Okt Sep Ágú Júl Jún Maí Apr Mar Feb Jan