- Þjónusta
- Menntun
- Samgöngur og slökkvilið
- Umhverfismál
- Skipulag og byggingarmál
- Framkvæmdir
- Tímabókanir
- Velferð og fjölskyldan
- Stjórnkerfi
- Bæjarstjórn
- Stjórnsýsla
- Akureyri
- Útboð
- Fjármál og tölfræði
- Fyrir fjölmiðla
- Sveitarstjórnarkosningar 2022
- Mannlíf
- Þjónustugátt
- Fréttir
Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Halla Birgisdóttir Ottesen óháð óska bókað:
Í okkar huga er löngu tímabært að Akureyrarbær bretti upp ermar og fari í markvissa og kraftmikla uppbyggingu innviða á Oddeyrinni, þar sem m.a. er tekið tillit til hækkandi sjávarstöðu. Horfa ætti sérstaklega til uppbyggingar og samþættingar gatna, gangstétta, gangbrauta, lóðanýtingar, almennrar umhirðu og lýsingu svo eitthvað sé nefnt. Draumsýn okkar er að sérstök ákvörðun verði tekin um að á íbúðasvæði Oddeyrarinnar verði fallegir „gamaldags“ ljósastaurar í líkingu við þá sem finna má í innbænum. Með því að láta innviði hverfisins vera í samræmi við eðli hverfisins væri hægt að undirstrika sérstöðu þess í sögu Akureyrar. Á hverfafundi íbúa á Oddeyrinni á þessu ári mátti heyra áhyggjur fólks af þvi að sveitarfélagið leyfði Oddeyrinni að drabbast niður og greinilegt að fundargestum þótti það ákaflega miður. Oddeyrin er einstök og höfum við þá trú að þar séu mögnuð tækifæri til að gera betur og að til framtíðar verði Oddeyrin eitt eftirsóknasta hverfi bæjarins.