Jöfnunarstöð - Strætisvagnar Akureyrar

Málsnúmer 2024050861

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 162. fundur - 21.05.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 17. maí 2024 varðandi jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með skipulagssviði Akureyrarbæjar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:

Svæðið er mjög lítið og því mjög takmarkað svigrúm til framþróunar á því. Ef það á að ganga upp sem jöfnunarstoppistöð fyrir innanbæjar- og landsbyggðarstrætó er nauðsynlegt að horfa til þess hvernig aðkoma á að vera að því, hvort heldur sem er fyrir akandi, gangandi, hjólandi og þau sem eiga erfitt með gang. Eins er mikilvægt að horfa sérstaklega til þess hvort og þá hvaða áhrif jöfnunarstoppistöðin komi til með að hafa á umferðarflæði um svæðið, en þar eru nú þegar að myndast umferðarteppur.