Jöfnunarstöð - Strætisvagnar Akureyrar

Málsnúmer 2024050861

Vakta málsnúmer

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 162. fundur - 21.05.2024

Lagt fram minnisblað dagsett 17. maí 2024 varðandi jöfnunarstöð Strætisvagna Akureyrar.

Ævar Guðmundsson verkefnastjóri nýframkvæmda sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð felur umhverfis- og mannvirkjasviði að vinna málið áfram með skipulagssviði Akureyrarbæjar.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:

Svæðið er mjög lítið og því mjög takmarkað svigrúm til framþróunar á því. Ef það á að ganga upp sem jöfnunarstoppistöð fyrir innanbæjar- og landsbyggðarstrætó er nauðsynlegt að horfa til þess hvernig aðkoma á að vera að því, hvort heldur sem er fyrir akandi, gangandi, hjólandi og þau sem eiga erfitt með gang. Eins er mikilvægt að horfa sérstaklega til þess hvort og þá hvaða áhrif jöfnunarstoppistöðin komi til með að hafa á umferðarflæði um svæðið, en þar eru nú þegar að myndast umferðarteppur.

Umhverfis- og mannvirkjaráð - 173. fundur - 19.11.2024

Lögð fram kynning dagsett 13. nóvember 2024 varðandi endurskoðun á leiðaneti SVA vegna færslu jöfnunarstöðvar og lagðar fram tvær leiðir til þess að koma á móts við þá breytingu.

Engilbert Ingvarsson verkstjóri strætisvagna og ferliþjónustu og Dóra Sif Sigtryggsdóttir forstöðumaður rekstrardeildar og umhverfismiðstöðvar sátu fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð þakkar kynninguna og óskar ráðið eftir umsögn, á þessum fyrstu hugmyndum að breytingum leiðakerfis vegna færslu á jöfnunarstöð, frá ungmennaráði, öldungaráði og öðrum hagsmunaaðilum.


Hilda Jana Gísladóttir S-lista, Ingimar Eydal B-lista og Ólafur Kjartansson V-lista óska bókað:

Ljóst er að talsvert ákall hefur verið um aukna tíðni strætisvagna, auk þess sem kallað hefur verið eftir frístundavagni í því skyni að minnka skutlið. Sú hugmynd sem hér liggur til grundvallar um breytingar á leiðakerfi strætó er því ákaflega spennandi. Eftir að fyrir liggja umsagnir ungmenna- og öldungaráðs og annarra hagsmunaaðila, ætti að taka ákvörðun um aukna tíðni ferða strætisvagna, sem yrði að veruleika samhliða því að ný jöfnunarstoppistöð yrði tekin í notkun.


Við lýsum þó enn á ný yfir efasemdum um staðsetningu jöfnunarstoppistöðvar fyrir innanbæjar- og landsbyggðarstrætó, þá ekki síst vegna þess hversu lítið svæðið er og erfitt að þróa það áfram, reynist þörf á því í framtíðinni. Þá skiptir miklu máli að jöfnunarstoppistöð muni ekki hafa neikvæð áhrif á umferðarflæði á svæðinu, en þar eru nú þegar að myndast umferðarteppur. Þá er mjög mikilvægt að tryggja örugga og greiða aðkomu að jöfnunarstoppistöðinni fyrir alla. Við hefðum talið heppilegra að jöfnunarstöðin hefði verið norðan við Ráðhúsið, líkt og áður var gert ráð fyrir.