Liður 2 í fundargerð umhverfis- og mannvirkjaráðs dagsettri 6. júní 2023:
Lagt fram minnisblað dagsett 5. júní 2023 varðandi bráðatækninám slökkviliðsmanna.
Gunnar Rúnar Ólafsson slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Akureyrar sat fundinn undir þessum lið.
Umhverfis- og mannvirkjaráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni um undanþágu frá reglum Akureyrarbæjar um launað námsleyfi vegna náms tveggja starfsmanna hjá slökkviliðinu í bráðatækni og vísar afgreiðslu til bæjarráðs.
Halla Margrét Tryggvadóttir sviðsstjóri mannauðssviðs sat fund bæjarráðs undir þessum lið.